Þjóðmál - 01.06.2010, Qupperneq 96

Þjóðmál - 01.06.2010, Qupperneq 96
94 Þjóðmál SUmAR 2010 okkur frá því) myndu þær skera niður um stóra rúnnaða tölu sem kæmi vel út í fyrirsögnum í heimspressunni . Auðveld ákvörðun fyrir stjórnmálamann Það var skiljanlegt að stjórn mála menn í öllum heimshornum styddu Kyoto­sam­ þykktina . Við ógnum jörðinni, erfiðir tímar fyrir ísbirni, það verður skrambi heitt hérna ef ekkert er gert . Loftslagssérfræðingar, heim­ ildar myndir BBC og bankakerfið leggjast á eitt til að tryggja að sérhver stjórnmálamaður taki „rétta“ ákvörðun . Sam staða stjórnmála manna verður alger . Íslendingar sendu 20 manna sendinefnd til Kaupmannahafnar á Kyoto­ráðstefnu fyrir skömmu . Þeim tókst ekki að bjarga heiminum, hugsanlega hefðum við þurft að senda 40 manna nefnd . Samkvæmt fréttaflutningi buðu þær vinkonur, Jóhanna og Svandís, umheiminum 15 milljarða virði af kvóta á silfurfati, kvóta sem við þurfum ekkert á að halda! Af hverju miðast Kyoto við ártalið 1990 þeg­ ar járntjaldið féll og Austur­Evrópa spjó mikl­ um reyk? Af hverju er innanlandsflug (milli EU landa) ekki innifalið í þessum pakka? Lík leg asta skýringin er sú að þrátt fyrir allt eru stjórn mála­ menn að hugsa um hagsmuni sinna um bjóð­ enda . Óskandi væri ef okkar fulltrúar myndu hugsa um hag þjóðarinnar, í stað þess að reyna að vekja aðdáun kollega sinna í út lönd um . Hver á að borga þetta allt saman? Auðurinn sem um ræðir hlýtur að vera verð­mætur vegna einhvers sjóðsstreymis . Hver borgar þetta eiginlega? Til lengri tíma þróast t .d . stálverð eftir þeim kostnaði sem fellur til við að hefja stálframleiðslu á hverjum tíma . Nú er það uppsetning á verksmiðju, rekstr ar­ kostnaður og aðgangur að auðlind . Með Kyoto bætist við kostnaður vegna mengunarkvóta . Þannig munu neytendur á endanum greiða hærra verð fyrir vörur sínar og fjármagnið mun flæða til eigenda kvótans og þeirra sem fjármagna hann . Hráefnisverð mun hækka . „Cap and Trade“ er því skattheimta . Enginn getur með góðu móti metið afl eið ing­ ar þessara mengunarkvóta . Hvaða lönd munu sópa til sín auði? Hverjir munu gjalda þess? Hver verður verðhækkun fram leiðslu afurða – áls, olíu, stáls, matvara? Munu þróunarríkin upplifa meiri skort? Munu vesturveldin upplifa skort? Hvað gera stjórnmálamenn Vesturlanda ef þjóðir þeirra upplifa skort og óhóflegar verð hækkanir? Hverjar eru væntingar fjárfesta í dag til verðþróunar á mengunarkvóta? Munu væntingarnar fara fram úr öllu hófi? Geta fjárfestar metið verðmæti mengunarkvóta með nákvæmni? Hveru lengi þarf að bíða þar til bankarnir hefja sölu á flóknum mengunar­ skuldabréfavafningum? Líklegt er að þessi hjarðhegðun sem er að myndast framkalli verðbólu á mengunarkvóta . Sú bóla mun trufla verð á framleiðsluvörum sem þarfnast mengunarkvóta – verðbóla hráefnis . Hin óáreiðanlega hönd ríkisins Meðfylgjandi mynd lýsir hinu flókna ferli viðskipta með kvóta . Vinstri hluti mynd arinnar sýnir venjuleg viðskipti þar sem fram leiðendur og neytendur gera milliliðalaus viðskipti . Auðlindin til framleiðslu vörunnar er iðulega ótengd pennastrikum stjórnmála­ manna . Í hugmyndum stjórnmálamanna um skilvirkan markað fyrir mengun hafa þrjár miklar breytingar átt sér stað . Í fyrsta lagi er það eftirlitsstofnunin sem fylgist með því að framleiðandi mengi minna (og geti þannig selt frá sér mengunarkvóta), framleiðslan á vörunni er staðfest þegar starfsmaður stofnunarinnar stimplar eyðublaðið . Hvað gæti farið úrskeiðis hér? Eftirlitsaðili sem fylgist með að aðilar fari eftir settum reglum, það er skothelt . Í öðru lagi er það skapari auðlindarinnar, stjórnmálamaðurinn máttugi . Nú getur það komið upp að forsendur fyrir þessu mikla regluverki bresti, hagvöxtur vesturveldanna verður óásættanlegur, verðhækkanir óþægilegar miklar og skortur á mikilvægum hráefnum . Stjórnmálamennirnir geta haft mikil áhrif á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.