Þjóðmál - 01.06.2010, Page 105

Þjóðmál - 01.06.2010, Page 105
 Þjóðmál SUmAR 2010 103 ráða úrslitum nokkurs máls . Því að ef deila risi í tíu manna hóp um eitthvert málefni, þannig að níu væru á móti einum, þá væri það hin heimskulegasta og ógeðslegasta firra að ákveða með lögum, að þeir níu hefðu á réttu máli að standa . (Sbr . Latter­Day Pamphlets, Shill . Ed ., bls . 202) . Enda er ekki nokkur minnsta ástæða til að halda, að níu menn viti eða vilji betur en einn . En slíkar raddir létu menn lengi sem vind um eyrun þjóta . Vér Íslendingar megum minnast þess, hvílíkan fögnuð endurreisn alþingis vakti hér á landi, enda runnu hér sem víðar fornar minningar og nýjar frelsishugsjónir saman í einn farveg . Þá kvað Jónas: Ríða skulu rekkar, ráðum land byggja, fólkdjarfir firðar til fundar sækja, snarorðir snillingar að stefnu sitja, þjóðkjörin prúðmenni þingstein um á . Ég býst við, að þetta erindi veki nú kynlegar og blendnar tilfinningar í brjósti hvers einasta hugsandi Íslendings . Því að nú er öldin önn­ ur . Nú yrkir höfuðskáld lands ins [Einar Bene­ diktsson] slík kvæði sem „Djöfladans“ og „Fróð ­ ár hirð“ – og hlýtur lof og aðdáun fyrir! Að vísu kunna menn að hugga sig við, að þessi kvæði séu full af öfgum og ýkjum og sýni eigi sann­ ar myndir úr stjórnmálalífi Íslendinga . En þó er sannast að segja, að nú er sami óðurinn þulinn um þvera og endilanga álfuna: að þingræðið sé komið að gjald þrotum, að það sé dauðadæmt, nema ef takast kynni að kveða niður hinar mörgu og skaðvænlegu óheillafylgjur þess, sem allsstaðar hafa gert vart við sig . Tvær stór þjóðir álfunnar, Rússar og Ítalir, hafa þegar hafnað þingræðinu gersamlega, – að minnsta kosti um stunda sakir . Viðlíka tilraunir hafa og verið gerðar bæði á Grikklandi og Spáni . Og ekki er það neitt leyndarmál, að í raun og veru er nú einnig að mestu leyti úti um þingræðið í sjálfu heimalandi þess, Englandi . Enska stjórnin hefir á síðustu áratugum strokið taumana úr höndum þingsins, enda komst merkur enskur stjórnmálamaður svo að orði fyrir allmörgum árum, að parlamentið mætti nú fremur heita málfundafélag (a debating club) heldur en lög­ gjafarþing . Frá því verður eigi greint í stuttu máli, hvað menn finna þingræðinu til for áttu, því að tala sakargiftanna er legio . Þær eru vitanlega ekki allar jafnþungar á metun um, því að óvinsældir l öggjafarþinganna eru nú orðnar svo miklar, að menn gæta oft ekki hófs í ritum og ræðum um þau . En það höfuðatriði mun þó flestum koma saman um, að þingin séu afarilla fallin til fjár forráða, bæði vegna þess, að þingmenn skorti yfirleitt nauðsynlega þekkingu á fjár mál um, og þó ekki síður vegna hins, að eig in hagsmunahvatir stjórni allt of oft gerð um þeirra . Þó að þingmenn irnir séu sjálfir heiðarlegir menn, þá eigi þeir allir kjósendur og flestir heilan hóp vina og vandamanna, sem maka krókinn eftir því, sem föng eru til . Þess vegna tekst fæstum þingmönnum að vera al veg hrein ir um hendurnar til lengdar, þótt þeir stingi ekki einum einasta rangfengnum eyri í sinn eigin vasa . – Ekki stendur mönnum þó síður stuggur af þeirri pólitísku bardagaaðferð, sem nú tíðkast í flestum þingræðislöndum . Stjórn­ mála menn irnir láta sér allt að vopni verða . Við kjós endur sína beita þeir ógeðslegum fag ur gala, andstæðinga sína ofsækja þeir og hundbeita á allar lundir, en lygar og mút ur ráða oft úrslitum mála, bæði innan þings og utan . Þessi pólitíska spilling eitrar svo and rúmsloftið í þjóðfélögum álfunnar, að þeim er voði búinn . – Þá telja og flestir vitrir menn hinn mesta ófagnað að hinni hófl ausu lagasmíð þinganna . Þau rembast flest eða öll eins og rjúpa við staur að unga út nýjum lögum, sem færri eru þörf en óþörf og hafa vitanlega margvíslegan tilkostnað og vafstur í för með sér, bæði beinlínis og óbeinlínis . Vinnu­ aðferðir þinganna eru og oft mjög ískyggi legar, málunum hroðað af eftir því sem bezt vill verkast og málalok oft undir tilviljun komin . – Þingin virðast og allsstaðar hafa ríka til hneig­ ingu til þess að seilast út fyrir verksvið sitt . Þau sletta sér fram í umboðsstjórnina, skifta sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.