Þjóðmál - 01.06.2010, Síða 115
Þjóðmál SUmAR 2010 113
staðist, auk þess sem engar slíkar viðræður, sem
vísað er til áttu sér stað . Lausleg ófullburða
hug mynd kom fram seint í nóvember á einum
fundi bankastjórnarinnar og forráðamanna
Íslenska skipafélagsins um slíka hlutafjáröflun
og rekstur . Augljóst var, að enginn fjárhagslegur
grund völlur var fyrir slíku, eins og sýnt hefur
verið fram á .
Það er raunar margt fleira sem vert væri að gera athugasemdir við í andsvörum sagn
fræð ing anna, Stefáns Gunnars Sveinssonar og
Björns Jóns Bragasonar . Sá síðarnefndi lætur
þess t .d . getið, að ég saki hann um að láta „líta
svo út“, að hann hafi einkaskjalasafn mitt um
Haf skipsmálið undir höndum . Ég vil benda á,
að í heimildaskrá bókar hans, Hafskip í skotlínu,
á bls . 255 stendur skýrum stöfum: „Einka skjala
safn Lárusar Jónssonar . Minnis blað Lárusar,
dags . 30 . nóvember 1985 .“ Ég leyfði mér að
láta „líta svo út“, að það sé ofmælt, að hann hafi
einkaskjalasafn mitt til umráða!
Ég vil ekki láta hjá líða að endurtaka það, sem
ég tók fram í fyrri grein minni um bók Stef
áns Gunnars, Afdrif Hafskips í boði hins opin
bera . Þar segir: „Hún gefur greinargott yfirlit
yfir ýmsa þætti Hafskipsmálsins, m .a . lýsingu
á áhrifum fjölmiðla og stjórnmálamanna á
múgsefjun þjóðarinnar og jafnvel innrætingu
ákæruvalds og rannsóknaraðila, svo ekki sé
talað um afar ógeðfellda gæsluvarðhaldsvist
Hafskipsmanna .“ Að þessu tel ég mikinn feng .
Hins vegar eru öðrum þáttum gerð slök skil,
eins og t .d . viðskiptum og samvinnu stjórn
enda Út vegsbankans og Hafskips . Megin þungi
gagn rýni minnar á báðar bækurnar, sem ekki
er mótmælt í andsvörum höfundanna, beinist
að því, að í þeim skorti grundvallarrannsóknir
á staðreyndum um rekstur og fjárhag Hafskips
hf . síðustu starfsár þess og ekki síst eftir að
björgunaraðgerðum lauk í nóvember 1985 .
Höfundarnir andmæla því kröftuglega í
greinum sínum, að þeir hafi af ásetningi látið
hjá líða að kryfja áðurnefndar upplýsingar . Það
kann að vera . Opinber gögn leiða eftir sem áður
skýrt í ljós, að félagið var einfaldlega gjaldþrota,
þegar hér var komið sögu, vegna vonlausrar
fjárhagsstöðu þess . Fram hjá þeirri staðreynd
er litið í bókunum . Umfjöllun höfundanna
og niðurstöður eru af þeim sökum og fleirum,
sem nefndar hafa verið, í veigamiklum atriðum
rangar . Höfundar bókanna spyrja, hvað vaki
eiginlega fyrir mér með gagnrýni minni á
bækur þeirra . Því er fljótsvarað . Ætlun mín
er sú að gera það, sem í mínu valdi stendur,
til þess að bækur þeirra verði ekki álitnar
segja í meginatriðum sögulegan sannleika um
Hafskipsmálið, sem kenndur verður komandi
kynslóðum á Íslandi . Fyrir mér vakir að
nálgast „æðsta takmark sagnfræðinnar“, en
ekki að sverta einn né neinn, með málefna legri
gagnrýni minni á fyrrnefndar bækur .
Tvískinningur margra vinstri manna á sér lítil takmörk, ekki síst þegar kemur að peningum .
Nýlega fréttist af yfirvofandi mála ferlum breska
verka lýðs leiðtogans og sósíalistans Arthurs Scargill
gegn sínu gamla félagi námumanna í Bretlandi
(NUM) . Scargill var mjög herskár þegar hann
stýrði félaginu og reyndi m .a . að steypa ríkis stjórn
Margrétar Thatcher með blóðugum verk falls
átökum . En hann áttaði sig ekki á straumi tímans .
Thatcher var ekki síst kosin til að koma í veg fyrir
að forhert verka lýðsfélög gætu haldið Bretlandi í
gíslingu . Þegar barátta Scargills stóð sem hæst á
árunum 1984–1985 voru u .þ .b . 187 .000 félagar í
NUM en núna eru þeir um 1 .600 . Ekki síst vegna
fækkunar félaga hefur núverandi stjórn félagsins
reynt að lækka fríðindagreiðslur til Scargills sem
þykja ótæpilegar . Er það þó aðeins lítill hluti
fríðindanna sem styrinn stendur um, eða 100 .000
kr . á ári vegna bensíneyðslu Scargills og kostnaðar
vegna öryggiskerfis á stóru og veglegu heimili hans í
Barnsley . Scargill sætir þó líka gagnrýni fyrir að láta
verkalýðsfélagið borga um 6,5 milljónir á ári í leigu
og annan kostnað vegna þriggja herbergja íbúðar
á besta stað í London sem Scargill hefur afnot
af . Scargill krefst þess að halda öllum fríðindum
óskertum!
Af fégræðgi vinstri manna