Þjóðmál - 01.06.2010, Side 123

Þjóðmál - 01.06.2010, Side 123
 Þjóðmál SUmAR 2010 121 ur . og ástríður, sem einkenndu málflutning beggja fylkinga á dögum kalda stríðsins . En á móti kemur að sagnfræðingar og sérfræðingar yngri kynslóða geta horft á þessa atburði úr meiri fjarlægð og kannski lagt á þá kaldara og tilfinningasnauðara mat . Bók Gunnars Þórs Bjarnasonar um síðasta kaflann í þessari sögu kom út fyrir tæpum tveimur árum . Þar er atburðarás síðustu ára rakin nokkuð ítarlega, þótt vafalaust eigi eftir að gera það af meiri dýpt síðar meir, þegar frekari heimildir verða aðgengilegar um samskipti bandarískra og íslenzkra stjórnvalda á þessum árum . Upp úr stendur, að frá því að fyrstu vís bend ingar komu fram um áform Banda ríkja manna um að draga úr umsvifum á Keflavíkurflug velli og jafnvel loka varnar stöðinni á árinu 1993 verður lítil breyting á afstöðu Bandaríkja manna annars vegar og íslenzkra stjórnvalda hins vegar . Þau áform komu illa við stjórnvöld hér á þeim tíma sem og fréttaflutningur Morgunblaðsins af þeim . Afstaða Íslendinga í tæpan einn og hálfan áratug var sú, að hér yrði að vera einhvers konar bandarísk viðvera, sem mark yrði tekið á . Sjónarmið Bandaríkjamanna var að hægt væri að tryggja öryggi Íslands með öðrum hætti og að okkur beindist engin sérstök ógn, þegar hér væri komið sögu . Undir lok bókar sinnar segir Gunnar Þór Bjarnason: Þeirri kennslustund í öryggis­ og varnarmál­ um, ef svo má kalla, sem hófst þann 15 . mars 2006 er hvergi nærri lokið . Innan við tvö og hálft ár eru síðan Nicholas Burns upplýsti Geir H . Haarde um áform Banda­ ríkjastjórnar varðandi herstöðina á Miðnes­ heiði . Íslendingar eru enn staddir í einhvers konar millibilsástandi í öryggis­ og varnar­ málum . Nokkur ár munu án efa líða þar til þeir verða búnir að marka sér skýra stefnu . Sú skýra stefna hefur enn ekki verið mörkuð . Stefna okkar í utanríkis­ og öryggismálum er enn í lausu lofti . Við höfum ekki fundið okkur fótfestu, sem hald er í frá því að varnarsamstarfinu við Bandaríkin lauk . Hvert er framlag okkar til Atlantshafs­ bandalagsins? Það fram lag, sem máli skipti var að leggja fram land undir bandaríska herstöð hér, sem gegndi mikilvægu hlutverki í kalda stríðinu . Nú er það framlag ekki lengur til staðar . Hvert er okkar framlag þá? Ekki höfum við yfir að ráða hersveitum, sem eru að berjast í Afganistan . Tilraunir okkar til að inna af hendi önnur störf þar í landi voru klaufalegar og enduðu í einu tilviki með ósköpum . Það er athyglisvert, að engar pólitískar umræður hafa farið fram síðustu árin um stöðu okkar á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og hvaða hlutverki við höfum að gegna þar . Þetta verður að teljast vanræksla af hálfu stjórnmálamanna . Í lýðræðisþjóðfélagi ber að efna til slíkra umræðna um grundvallarmál . Við höfum heldur ekki rætt og svarað þeirri spurningu, hvernig við sem þjóð lítum á stöðu okkar í varnar­ og öryggismálum . Hér eru eng ar áþreifanlegar varnir, þótt varnarsamningur inn við Bandaríkin sem slíkur sé til staðar og skal ekki gert lítið úr þýðingu þess . Hvað ætli valdi því hversu lítið er um þetta rætt? Kannski er skýringin sú, að enginn stjórnmálaflokkanna veit, hvernig hann vill taka á þessum málum og svara lykilspurningum í því sambandi . Höfundur segir í bók sinni: Fram til þessa hefur jafnan verið sagt, að samstarf Íslands við önnur ríki í öryggis­ og varnarmálum hvíldi á tveimur stoðum eða hornsteinum, varnarsamningnum við Bandaríkin og aðildinni að NATO . Færa má rök fyrir því, að Evrópusamstarfið sé í raun orðið að þriðju stoðinni . Það er einkum vegna mikilvægis Schengen­samstarfsins fyrir íslenzk öryggismál samhliða vaxandi áherzlu á borgaralegt öryggi . Ört vaxandi samstarf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.