Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 9

Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 9
 9 Ávarp forseta kirkjuþings, Péturs Kr. Hafstein Virðulega kirkjuþing. Góðir gestir. Ráðherraskipti og frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga Verið öll hjartanlega velkomin til kirkjuþings 2009. Ég býð sérstaklega velkominn þann ráðherra, sem nú fer með kirkjumál í ríkisstjórninni, frú Rögnu Árnadóttur. Kirkjuþing væntir góðra samskipta við ráðherra og ráðuneyti hennar um þau málefni er varða þjóðkirkjuna og óskar henni velfarnaðar og Guðs blessunar. Með sama hætti færi ég fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Birni Bjarnasyni, einlægar þakkir kirkjuþings fyrir góð og gjöful samskipti þau tæpu sex ár, sem hann hafði kirkjumálin með höndum í ríkisstjórn. Það var eitt af síðustu embættisverkum Björns sem kirkju- málaráðherra að leggja fyrir ríkisstjórnina það frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga, sem kirkjuþing samþykkti 2008 og hafði hann fullan hug á að fylgja því vel eftir. Hins vegar tókst ekki að afgreiða málið úr ríkisstjórn áður en til stjórnarskipta kom í byrjun febrúar á þessu ári. Vegna hins sérstaka ástands í þjóðfélaginu um þær mundir og þess skamma tíma, sem var til nýrra alþingiskosninga, þótti ekki ráðlegt að hreyfa málinu frekar að sinni og raunar ekki heldur á sumarþingi Alþingis. Það er enn talið hyggilegra að láta þetta mál hvíla um sinn. Verði það ekki lagt fram á því Alþingi, sem nú situr, kemur það væntanlega til kasta nýkjörins kirkjuþings haustið 2010 að ákveða hvort þeirri ósk verður beint til ráðherra að nýju að flytja á Alþingi frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga, eftir atvikum óbreytt eða í eitthvað breyttri mynd. Niðurskurður og réttarstaða þjóðkirkjunnar Við komum hér saman fyrir rúmu ári á merkum tímamótum í sögu þjóðkirkjunnar þegar þess var minnst að hálf öld var liðin frá því kirkjuþing kom saman til síns fyrsta fundar og liðug 75 ár frá því kirkjuráð var sett á laggirnar. Þá var nýlega riðin yfir íslensku þjóðina holskefla efnahagshamfara, sem ekki sér enn fyrir endann á. Það setti vitaskuld mark sitt á hátíðarhöldin og ytri umbúnað kirkjuþings og gerir enn eins og raunin er um svo ótalmargt annað í samfélaginu. Þjóðkirkjan hefur eins og aðrir fundið skóinn að sér kreppa og er reiðubúin til að taka á sig byrðar með samningi við ríkisvaldið um tímabundinn niðurskurð fjárframlaga til kirkjunnar. Þessi samningur, sem nú er í burðarliðnum og kemur til kasta kirkjuþings, er reistur á ótvíræðri réttarstöðu kirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu. Sú réttarstaða grundvallast á aldagömlum eignarrétti kirkjunnar á þeim kirkjujörðum og kirkjueignum, sem ríkissjóði voru endanlega fengnar í hendur með kirkjujarðasamkomulaginu 1997, þar sem kveðið var á um yfirfærslu eignarréttarins til ríkisins og framtíðargagngjald úr ríkissjóði á móti. Þessi samningur fól í sér fullnaðaruppgjör milli þjóðkirkjunnar og ríkisins vegna þeirra verðmæta, sem ríkissjóður hafði tekið við 90 árum áður eða 1907. Efnisatriði hans voru lögfest og marka stöðu kirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu hvort sem 62. gr. stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna og stuðning ríkisvaldsins við hana heldur gildi sínu eða yrði felld brott. Það hljóta allir sanngjarnir menn og réttsýnir að sjá að ríkið getur ekki vanefnt samninginn frá 1997 eða Alþingi breytt honum með lögum í berhögg við vilja þjóðkirkjunnar án þess að það skapi alvarlegan réttarágreining. Þessu er mikilvægt að halda til haga. Hjálparstarf kirkjunnar aldrei brýnna Þjóðkirkjan er ekki aðeins reiðubúin til að taka á sig sanngjarna hlutdeild í þeim búsifjum, sem þjóðfélagið allt hefur orðið fyrir við brotlendingu hinnar gálausu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.