Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 10

Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 10
 10 siglingar um himinskaut fjármála á undangengnum árum. Hún er einnig og ekki síður boðin og búin að styðja og styrkja, öllum opin til samræðu og sálgæslu, með bænum og helgihaldi og beinum stuðningi í rúmhelgri önn hversdagsins, þar sem ótti og reiði og vonleysi hafa gripið um sig og nauðþurftir verið á þrotum. Skýrt og nærtækt dæmi er framlag Hjálparstarfs kirkjunnar, þessarar merku og ómetanlegu stofnunar, sem þjóðkirkjan kom á fót til að samhæfa hjálparstarf allra sókna í landinu, stórra sem smárra, og hafa um það forgöngu á grundvelli kristinna gilda. Aldrei fyrr í sögu Hjálparstarfsins hefur þörfin verið brýnni hér á landi og aldrei fyrr hafa jafn margir lagt Hjálparstarfinu lið ýmist með fjárframlögum, vörum í matarbúr eða sjálfboða- starfi. Kostnaður við innanlandsaðstoðina hefur margfaldast á árinu, umsóknum um aðstoð fjölgað gríðarlega, nýir hópar hafa sótt um aðstoð og viðfangsefni verið erfiðari úrlausnar en áður. Hjálparstarfið hefur lagt áherslu á það umfram allt að hjálpa fólki til að halda heimili og styðja börn sín til skólagöngu og tómstunda svo að þau fyndu sem minnst fyrir kreppunni. Kirkjuþing vill sýna þessu líknar- og mann- ræktarstarfi samhug og skilning og verður hluti dagskrárinnar á morgun helgaður þessu viðfangsefni, bæði til kynningar og umræðu og ekki síður til að skerpa framtíðarsýn um Hjálparstarf kirkjunnar og hlutverk þess í samfélagi okkar og einnig í samfélagi þjóðanna þar sem fátæktin og eymdin er svo víða daglegt brauð fjöldans. Þar munar svo sannarlega um framrétta hönd frá Íslandi þótt í smáu sé á alþjóðlega mælikvarða, hönd sem getur satt hungur og kveikt vonir um líf og bjartari framtíð. Það má ekki gleymast þótt um stundarsakir syrti í álinn hjá íslensku þjóðinni, sem á sér þrátt fyrir allt bjartar framtíðarvonir. Varðstaða um kirkjuna á Þingvöllum Við minnumst þess um þessar mundir að 150 eru liðin frá því kirkjan á Þingvöllum var reist og vígð á jóladag 1859. Snorri Sturluson segir frá því í Heimskringlu að Ólafur helgi Noregskonungur hafi sent Íslendingum að gjöf kirkjuvið skömmu eftir kristnitöku „og var sú kirkja gjör á Þingvelli, þar er alþingi er.“ Síðan hefur verið guðshús á Þingvöllum, eitt fram af öðru, sóknarkirkjur jafnan þótt söfnuðurinn hafi einlægt verið fámennur. Þeim mun ríkara hlutverki hefur kirkjan á Þingvöllum þó gegnt í huga landsmanna í þúsund ára samleið kristni og þjóðar. Þingvallakirkja er ekki sóknarkirkja í venjubundnum skilningi. Hún er bændakirkja þar sem ríkið er í hlutverki bóndans rétt eins og á við um hinar kirkjurnar tvær í eigu ríkisins, Bessastaðakirkju og dómkirkjuna á Hólum. Það má vissulega velta því fyrir sér hvort ríkið eigi yfirleitt að eiga kirkjur þar sem þjóðkirkjan er ekki ríkiskirkja en það breytir því ekki að kirkjan á Þingvöllum er heimakirkja Þingvallasafnaðar jafnframt því að vera með helgi sinni gimsteinn í kristnisögunni og kirkjulegri vitund. Það þarf að skapa kirkjunni á Þingvöllum traustan grundvöll með samkomulagi við ríkið og starfsreglum frá kirkjuþingi og tryggja henni þannig bæði stöðu sóknarkirkju og helgidóms er þjóðin öll lítur til í minningu og þökk fyrir órofa vegferð og tengsl við löggjöf og landsstjórn. Þótt málefni Þingvallakirkju séu ekki sérstaklega til umfjöllunar á þessu kirkjuþingi er hitt alveg ljóst að á þeim verður að taka af framsýni og festu í náinni framtíð og láta ekki hverfula stundarhagsmuni villa sér sýn. Kosningaréttur þjóðkirkjufólks Nú er að hefjast síðasta kirkjuþing á því kjörtímabili, sem hófst að afloknum kosningum vorið 2006 eftir að Alþingi hafði fallist á að kirkjuþing skyldi sjálft ákveða kjördæmaskipun og kjör til þingsins og aukakirkjuþing samþykkt nýjar starfsreglur um kjör til kirkjuþings. Þótt aðeins hafi verið kosið einu sinni til kirkjuþings samkvæmt þessum starfsreglum hefur kirkjuráð ákveðið að leggja fyrir þingið tillögu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.