Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 13

Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 13
 13 fjárhagslegar þrengingar af ýmsum toga, kvíði og óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér. Þegar þjóðin verður fyrir áföllum af þessu tagi reynir hvað mest á þær stofnanir sem fylgt hafa þjóðinni um aldir og þá ríku samhjálp sem einkennt hefur þjóðina frá fyrstu tíð. Þó svo að félagsþjónusta hafi á síðari tímum flust til sveitarfélaga hvílir nú á tímum, eins og fyrrum, gífurlegur þungi á þjónum kirkjunnar að sinna sálusorgun, að hlusta á raunir og áföll fólks og að hugga og hugtreysta það og telja kjark í þá sem eru þjakaðir. Í þrengingunum reynir á hina líknandi hönd kristinnar kirkju og þann boðskap sem hún flytur. Við megum vera þakklát fyrir hið góða og gjöfula starf sem kirkjan innir af hendi og fyrir það vil ég færa þjóðkirkjunni þakkir. Nú sem aldrei fyrr er mikið leitað til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Aðdáunarvert er hversu miklu hún fær áorkað í starfi sínu. Það starf verður seint fullþakkað. IV. Ég vil nota tækifærið til þess að fullvissa kirkjuþing um að sem fyrr varði kirkju- málin miklu í starfi dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins. Vissulega er eftirsjá af heitinu kirkjumál í heiti ráðuneytisins, því neita ég ekki, en verðugur staðgengill eru þar mannréttindi. Heyrst hefur, að þversögn geti fólgist í því að sinna málefnum dómsmála og málefnum mannréttinda. Því er ég ósammála. Í því felst ekki þversögn, heldur áskorun. Það er ekki unnt að gefa afslátt af mannréttindum en aftur á móti má heldur ekki hugtakið verða svo gildishlaðið, að ekki sé unnt að framkvæma neina þá íþyngjandi ákvörðun gagnvart borgurunum, sem lög mæla fyrir um. Stöðugt vaxandi sjálfstæði kirkjunnar í öllum málum veldur því að hlutverk kirkju- málaráðherra minnkar að sama skapi. Þetta hefur verið farsæl þróun sem gerir kirkjunni kleift að ráða sjálf æ fleiri málum. Engu að síður lítur ráðuneytið á sig sem kirkjumálaráðuneyti og þar er enginn vafi á ferð um gildi ákvæðisins í stjórnarskránni um þjóðkirkjuna. Ég hef lýst þeirri skoðun minni, að ekki eigi að breyta því fyrirkomulagi sem stjórnar- skráin mælir fyrir um, að hin evangelíska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja hér á landi og að ríkisvaldið skuli að því leyti styðja hana og vernda. Ekki verður séð að það fyrirkomulag brjóti gegn trúfrelsi þeirra, sem kjósa að standa utan þjóðkirkjunnar, hvort heldur í öðrum trúfélögum eða utan skráðra trúfélaga, og hefur það reyndar verið staðfest af Hæstarétti. Með því að viðurkenna ákveðinn söfnuð sem þjóðkirkju er að mínu mati ekki gert lítið úr vægi annarra trúfélaga. Þau eru í sínum fulla rétti og þjóna nauðsynlegu og mjög mikilvægu hlutverki í okkar þjóðfélagi, þótt prestar þar séu ekki embættismenn íslenska ríkisins og hluti af þjóðkirkjunni. Boðskapur kærleika og trúar, af hvaða rótum sem hann er, á erindi til allra. Treysti ég þar jafnt á þjóðkirkju sem og öll önnur trúfélög að flytja þann góða boðskap til að minna okkur á það sem vegur upp á móti þeim sársauka sem efnahagshrunið hefur valdið okkur, og leiðbeina okkur fram veginn. Ég óska kirkjuþingi velfarnaðar í störfum sínum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.