Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 18

Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 18
 18 og fasteignafélagsins Eikar ehf. til ársins 2014. Samningaviðræður við leigusala um lækkun húsaleigu eða brottfall leigusamningsins hafa ekki borið árangur. Kirkjuþing beinir því til kirkjuráðs að lokaskýrslu um árangursmat í kirkjustarfi verði komið í viðeigandi farveg í tengslum við endurskoðun á heildarþjónustu kirkjunnar. Sjá þingsályktun í 5. máli kirkjuþings 2008. Kirkjuþing telur æskilegt að starfshópur vinni áfram að mótun umhverfisstefnu þjóð- kirkjunnar og að umhverfisverkefnum sem kynnt voru með skýrslu kirkjuráðs 2008. Umhverfisstefna þjóðkirkjunnar verði til afgreiðslu á kirkjuþingi 2009. Kirkjuráð fól starfshópnum að vinna að drögum að umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar. Tillaga til þingsályktunar um málið liggur fyrir kirkjuþingi nú. Kirkjuþing ályktar að ráða þurfi upplýsingastjóra þjóðkirkjunnar í fullt starf og vísar til tillögu nefndar um samband kirkju og fjölmiðla í því sambandi. Leitað verði leiða til að forgangsraða í fjárhagsáætlun kirkjunnar þannig að finna megi þessu stað. Kirkjuráð tók málið til umræðu við úthlutun og ákvað að fresta ráðningu upplýsinga- fulltrúa í fullt starf að svo stöddu enda sinna verkefnisstjórar á guðfræði- og þjóðmála- sviði og á upplýsingasviði verkefninu í hlutastarfi. Í nefndaráliti allsherjarnefndar við skýrslu kirkjuráðs segir m.a: Allsherjarnefnd leggur áherslu á að kynning mála á kirkjuþingi sé efld heima í héraði. Nefndin tekur undir þær hugmyndir kirkjuráðs að haldnir séu aukahéraðsfundir eða leiðarþing að hausti til kynningar á málum kirkjuþings. Beinir nefndin því ennfremur til kirkjuráðs að það sendi próföstum orðsendingu þessa efnis fyrir héraðsfundi vorið 2009. Í 6. máli kirkjuþings, tillaga að starfsreglum um þingsköp kirkjuþings, er í 14. gr. kveðið á um sérstaka þingmálafundi þar sem skylt verður að kynna kirkjuþingsmál áður en þau eru send forseta kirkjuþings. Allsherjarnefnd telur tímabært að hefja endurskoðun á Stefnu- og starfsáherslum þjóðkirkjunnar 2004-2010 í ljósri breyttra aðstæðna í íslensku samfélagi sem vísast munu hafa mikil áhrif á kirkjulegt starf á næstunni. Samkvæmt stefnuskjalinu er gert ráð fyrir að mat verði lagt á framkvæmd stefnunnar og einstaka þætti hennar árin 2009-2010. Er það lokaáfangi stefnumótunarinnar. Kirkjuráð lítur svo á að með vinnu við heildarskipan þjónustu kirkjunnar sem lýst er í 5. máli, tillögu til þingsályktunar um áfangaskýrslu um heildarskipan þjónustu kirkjunnar, hafi verið lagt mat á stefnumótunina og er vísað til meginhugmynda sem þar koma fram. 2. mál 2008. Fjármál þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing 2008 afgreiðir ársreikninga þjóðkirkjunnar fyrir árið 2007 um einstaka sjóði, stofnanir og viðfangsefni þjóðkirkjunnar athugasemdalaust. Rekstraráætlun fyrir árið 2009 um helstu viðfangsefni þjóðkirkjunnar, er í samræmi við megináherslur kirkjuþings með hliðsjón af þeim fjárhagsramma sem þjóðkirkjan býr við. Í nefndaráliti fjárhagsnefndar er að finna ábendingar og tilmæli sem kirkjuráð taldi sérstaka ástæðu til að fjalla um.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.