Gerðir kirkjuþings - 2009, Qupperneq 19

Gerðir kirkjuþings - 2009, Qupperneq 19
 19 1. Fyrirsjáanlegt er að meðaltekjuskattstofn einstaklinga milli áranna 2008 og 2009 lækki að raungildi og það muni hafa áhrif til lækkunar sóknargjalda árið 2010. Af þessum sökum beinir fjárhagsnefnd því til kirkjuráðs að brýna fyrir sóknarnefndum að gæta ýtrasta aðhalds á fjárhagsárinu 2009. Kirkjuráð ritaði öllum sóknarnefndum bréf með hvatningu til fjárhagslegs aðhalds í hvívetna. 2. Fjárhagsnefnd beinir því til kirkjuráðs að í fjárhagsáætlun 2009 verði lagðir fram fjármunir til þess að styrkja söfnuði og prófastsdæmi vegna stuðnings þeirra við almenning í efnahagsþrengingum. Á fjárhagsáætlun kirkjumálasjóðs 2009 var ákveðið að leggja fram sérstaka fjárhæð til þessa verkefnis. 3. Fjárhagsnefnd beinir því til kirkjuráðs að leggja fram fjárhagsáætlun til næstu fimm ára varðandi skipulag þjónustu presta og djákna kirkjunnar sbr. áætlun um prestsembætti 2009 sem var fylgiskjal með 2. máli kirkjuþings - fjármálum kirkjunnar. Áætlunin verði lögð fyrir kirkjuþing 2009. Kirkjuráð og biskupafundur héldu sameiginlegan fund þar sem rædd var fimm ára áætlun um ráðstöfun prestsembætta og áætlun um hvar prestssetur skuli lögð til sam- kvæmt samþykkt kirkjuþings 2008 um fjárfestingarstefnu kirkjunnar. Í ljósi breyttra aðstæðna í fjármálum kirkjunnar er ekki lögð fram að svo stöddu áætlun um stöðu prestsembætta og prestssetra næstu fimm árin. 4. Fjárhagsnefnd leggur til að á hverju kirkjuþingi verði eitt viðfangsefni kirkjunnar á fjármála- og þjónustusviði tekið til sérstakrar umfjöllunar og kynningar. Á kirkjuþingi 2009 verði það Hjálparstarf kirkjunnar. Kirkjuráð ræddi við forseta kirkjuþings um þessi tilmæli og verður sérstök kynning á starfsemi Hjálparstarfs kirkjunnar hér á þessu kirkjuþingi. 5. Fjárhagsnefnd leggur til að í árlegum rekstrarreikningi kirkjumálasjóðs verði æsku- lýðsmál sérstakur liður, ásamt sundurliðun í skýringum. Kirkjuráð leggur fram í 2. máli yfirlit um kostnað vegna æskulýðsmála hjá kirkju- málasjóði. 6. Fjárhagsnefnd ítrekar að unnið verði áfram að rafrænum skilum á ársreikningum ásamt ársskýrslum sókna. Ríkisendurskoðun samþykkir ekki að nægjanlegt sé að skila ársreikningum rafrænt og hefur þeim því verið skilað árituðum. Ársreikningsformið er aðgengilegt á vef þjóð- kirkjunnar. 3. mál 2008. Starfsreglur um breyting á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026 / 2007. Starfsreglurnar hafa verið sendar til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda. 4. mál 2008. Þingsályktun um áfangaskýrslu nefndar um endurskoðun á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Annarri umræðu um málið á kirkjuþingi var frestað til 28. nóvember 2008. Kirkjulaganefndin kom saman eftir frestun kirkjuþings, fór yfir ábendingar kirkju- þings, gerði nokkrar lagfæringar á frumvarpinu og fór yfir athugasemdir. Málið var sent til prófasta og héraðsnefnda, Djáknafélags Íslands og Prestafélags Íslands til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.