Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 22

Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 22
 22 magnstekna sjóða kirkjunnar samkvæmt áætlun sem kirkjuráð leggur árlega fyrir kirkjuþing. Ekki var talið tímabært að leggja til hliðar fjármuni á þessu ári þar sem fjárframlög voru skorin niður. Nauðsynlegt er að allt tiltækt fjármagn sé fyrir hendi vegna kreppunnar og einnig vegna brýnna framkvæmda á prestssetrum svo og vegna greiðslu skulda. Þá skal og mynda í kirkjumálasjóði sérstakt viðfangsefni til þess að stuðla að aukinni prests- og djáknaþjónustu. Kirkjuráð leggur árlega fram áætlun á kirkjuþingi um hve stórum hluta sölutekna af fasteignum og fjármunatekjum Jöfnunarsjóðs og kirkju- málasjóðs skal varið til þjónustunnar. Kirkjuráð hefur undanfarin ár lagt til hliðar fjármuni úr kirkjumálasjóði til prests- og djáknaþjónustu. Í ljósi efnahagsþrenginga og vegna hagræðingarkröfu ríkisins munu þeir fjármunir verða nýttir til að geta haldið uppi prests- og djáknaþjónustu í prófasts- dæmunum. Þjóðkirkjan varðveitir kirkjur, prestssetur og aðrar eignir, sem styðja þjónustu hennar og markmið. Áhersla er lögð á að samræmis sé gætt innan landssvæða um hvar prests- setur eru lögð til embætta presta. Ávallt skal meta aðstæður og virða sérstök söguleg eða menningarleg rök. Áætlun um hvar prestssetur skuli lögð til er í vinnslu. Sjá umfjöllun um í 2. mál kirkjuþings 2008. 10. mál 2008. Þingsályktun um skipun starfshóps til að móta starfsreglur fyrir kirkjuþing unga fólksins. Kirkjuþing 2008 ályktaði að fela kirkjuráði að skipa starfshóp til að móta starfsreglur fyrir kirkjuþing unga fólksins sem haldið verði árlega. Jafnframt fái fulltrúi kirkju- þings unga fólksins rétt til setu á kirkjuþingi með málfrelsi og tillögurétti. Starfshópurinn skoði einnig hvort stofnun æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar geti orðið skipulagi og æskulýðsstarfi til framdráttar. Kirkjuráð skipaði starfshóp um málin sem skilaði tillögum til kirkjuráðs. Auk þess fóru embættismenn og kirkjustarfshópur kirkjuráðs yfir tillögurnar. Kirkjuráð leggur fram í 10. máli kirkjuþings 2009 tillögur að starfsreglum um æskulýðsþing kirkjunnar. 11. mál 2008. Þingsályktun um æskulýðsstarf í kirkjunni. Kirkjuþing samþykkti að vísa málinu til biskups Íslands til frekari skoðunar. Málið fjallar um nefnd til að endurskoða skipulag barna- og unglingastarfs á vegum þjóðkirkjunnar. Skoðað verði sérstaklega að stofna æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð skipaði í sumar nefnd til að fjalla sérstaklega um æskulýðsstarfið í prófastsdæmum. Í nefndinni eru sr. Gísli Jónasson prófastur og sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli, sr. Stefán Már Gunnlaugsson sóknarprestur á Hofi í Vopnafirði og Dagný Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri ÆSKR. Áfangaskýrsla nefndarinnar fylgir skýrslu þessari. 12. mál 2008. Þingsályktun um fræðsluáætlun fyrir börn og unglinga. Kirkjuþing 2008 samþykkti að fela biskupi Íslands að gera áætlun um fræðslu um kristna trú og starf meðal barna og unglinga á grunni fræðslustefnu þjóðkirkjunnar, jafnt í söfnuðum landsins sem á öðrum vettvangi. Framkvæmdaáætlun ásamt árlegri kostnaðaráætlun verði lögð fyrir kirkjuþing 2009.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.