Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 23

Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 23
 23 Lögð eru fram með skýrslu þessari drög að framkvæmdaáætlun fræðslustarfs frá skírn barns til 18 aldurs ásamt drögum að námskrám kirkjunnar fyrir barna- æskulýðs og fermingarfræðslu sem samdar hafa verið af dr. Gunnari Finnbogasyni, sr. Maríu Ágústsdóttur, Dagnýju Höllu Tómasdóttur, Magneu Sverrisdóttur, sr. Hans Guðberg Alfreðssyni og Ásdísi Björnsdóttur. Framkvæmdaáætlunin miðar að því að setja fram þarfagreiningu skírnarfræðslunnar og er hún sem slík sameiginlegt verkefni sókna, prófastsdæma og fræðslusviðs Biskupsstofu. Framkvæmdaáætlun vegna fræðslustarfs kirkjunnar er sístætt verkefni sem þarfnast stöðugrar endurskoðunar og uppfærslu við. Heildstæð námskrá skírnarfræðslunnar verður lögð fram til samþykktar á kirkjuþingi 2010. 13. mál 2008. Starfsreglur um breyting á starfsreglum um presta nr. 735/1998. Starfsreglurnar hafa verið sendar til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda. 14. mál 2008. Samþykkt um staðfestingu stofnskrár fyrir Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar, rannsókna- og fræðaseturs í trúarbragðafræðum og guðfræði. Á kirkjuþingi 2008 var staðfest stofnskrá fyrir Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar, rannsókna- og fræðaseturs í trúarbragðafræðum og guðfræði sem skal hafa aðsetur í Kapellu ljóssins á Keflavíkurflugvelli. Kirkjuráð skipaði í apríl s.l. eftirtalda í stjórn: Boga Ágústsson, sem formann og Salvöru Nordal sem jafnframt gegnir stöðu vara- formanns, auk þess dr. Arnfríði Guðmundsdóttur, dr. Magnús Þorkel Bernharðsson og dr. Sigurjón Árna Eyjólfsson. Skipunin gildir í fjögur ár. Stjórn Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar hélt fyrsta stjórnarfund þann 22. október s.l. Stjórnin ákvað að hefja vinnu að undirbúningi málþings um verkefni stofnunar- innar og ganga til samninga um verkefni við Háskóla Íslands og aðrar stofnanir. Einnig var ákveðið að huga að skipan fagráðs. Ekki verður ráðinn forstöðumaður á árinu 2010. 15. mál 2008. Þingsályktun um breytta skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma. Þingsályktun kirkjuþings 2008 fjallaði um niðurlagningu á Kálfafellsstaðarprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi og Holtsprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi við starfslok núverandi sóknarpresta. Þá var lagt til að Hraungerðis- og Selfossprestaköll sameinist í eitt prestakall með tveimur prestum. Tillögurnar voru til umfjöllunar á biskupafundi og síðan sendar til umsagna. Vísað er til 3. máls kirkjuþings 2009. 16. mál 2008. Þingsályktun um skiptingu jarðarinnar Mosfells, Kjalarnessprófasts- dæmi. Kirkjuþing 2008 samþykkti að jörðinni Mosfelli, Mosfellsbæ, Kjalarnessprófasts- dæmi, yrði skipt þannig að prestssetrið yrði 1,9 ha landspilda umhverfis prests- bústaðinn á Mosfelli og nefnist Mosfell I er yrði áfram prestssetur prestakallsins. Það sem eftir stendur af jörðinni nefnist Mosfell II. Afmörkuð verði hæfileg lóð úr Mosfelli II umhverfis Mosfellskirkju sem tilheyri kirkjunni. Málið er í vinnslu hjá fasteignasviði kirkjuráðs. 19. mál 2008. Þingsályktun um niðurfellingu á gjaldtöku fyrir fermingarfræðslu og skírn. Kirkjuþing 2008 samþykkti að leggja til við dóms- og kirkjumálaráðherra að niður- felling á gjaldtöku fyrir fermingarfræðslu og skírn komi til framkvæmda eigi síðar en 1. janúar 2010. Ályktunin var send dóms- og kirkjumálaráðherra og kjararáði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.