Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 28
28
Um er að ræða viðaukasamning um tímabundna breytingu á fjárframlögum frá ríkinu
samkvæmt samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launa-
greiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997, sbr. 60. gr. laga nr.
78/1997 vegna kröfu ríkisins á hendur kirkjunni um hagræðingu í fjármálum.
Þjóðkirkjan fellst á að leggja sitt af mörkum og hreyfir ekki andmælum við að
framlög ríkisins samkvæmt samningi frá 10. janúar 1997 verði lækkuð tímabundið til
samræmis við almennan niðurskurð á flestum sviðum ríkisins.
26. mál 2009. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 78/1997 um stöðu, stjórn
og starfshætti þjóðkirkjunnar.
Dómsmála- og mannréttindaráðherra hyggst leggja fram á kirkjuþingi frumvarp til
laga um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 70/1997.
Frumvarpið felur í sér nauðsynlegar breytingar á lögunum vegna þeirra breytinga á
fjárframlögum sem greint er frá í 25. máli. Gert er ráð fyrir að breytingin á lögunum
gildi tímabundið í eitt ár þ.e. árið 2010.
27. mál 2009. Tillaga að starfsreglum um meðferð kynferðisbrota innan íslensku
þjóðkirkjunnar.
Starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hafa verið nú
endurskoðaðar. Þar er nú m.a. skilgreint hugtakið kynferðisbrot samkvæmt skil-
greiningu hegningalaga og barnaverndarlaga. Einnig er hlutverk fagráðs víkkað að því
leyti að það skal fylgja því eftir að mál, sem varða kynferðisbrot, og upp koma innan
kirkjunnar, fái viðhlítandi málsmeðferð samkvæmt landslögum og starfsreglum og
vera biskupi og kirkjuyfirvöldum til ráðgjafar varðandi mál er tengjast kynferðis-
brotum. Þessar breytingar á starfsreglunum liggja nú fyrir þinginu til umræðu og
samþykktar.
IV. Lög og reglur
Eins og fram kemur í umfjöllun um kirkjuþing hér að framan var frumvarp til nýrra
þjóðkirkjulaga afgreitt frá kirkjuþingi og sent dóms- og kirkjumálaráðherra með
tilmælum um að leggja frumvarpið fyrir Alþingi. Vegna efnahagsþrenginga þjóðar-
innar og stjórnarskipta varð ekki af því að frumvarpið yrði flutt á Alþingi veturinn
2008-2009.
Helstu nýmæli frumvarpsins eru þau að leitast er við að einfalda almenna löggjöf frá
Alþingi um málefni þjóðkirkjunnar og færa ábyrgð og ákvarðanatöku í þeim efnum í
enn ríkara mæli til kirkjuþings. Að skýrlega verði orðað í lögum að þjóðkirkjunni beri
að tryggja öllum landsmönnum kirkjulega þjónustu, kirkjuþingi verði fengið æðsta
vald í fjármálum þjóðkirkjunnar og að samstaða verði að nást milli kirkjuþings og
biskups Íslands um samþykktir um kenningarleg málefni. Fleiri þýðingarmikil nýmæli
er að finna í frumvarpinu sem ekki er kostur að rekja hér nánar.
V. Stofnanir og nefndir
Stofnanir og nefndir skila skýrslum í Árbók kirkjunnar eins og fyrr hefur verið greint
frá og er vísað þangað til nánari greinargerða um starfsemi þeirra. Sú umfjöllun sem
hér fer á eftir er til fyllingar því eða sérstakrar áréttingar á atriðum sem kirkjuráð vill
vekja athygli kirkjuþings á.
Skálholt
Kirkjuráð ber ábyrgð á Skálholtsstað, sbr. lög nr. 32/1963. Skálholtsskóli og
Skálholtsstaður eru rekinn sem ein rekstrareining. Framkvæmdastjóri er Hólmfríður