Gerðir kirkjuþings - 2009, Qupperneq 39

Gerðir kirkjuþings - 2009, Qupperneq 39
 39 Nefndarálit Á fund allsherjarnefndar komu herra Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands, Pétur Kr. Hafstein forseti kirkjuþings, sr. Jón A. Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, sr. Guðný Hallgrímsdóttir sérþjónustuprestur fatlaðra, sr. Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari, Guðmundur Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri kirkjuráðs og Anna Guðmunda Ingvarsdóttir lögfræðingur hjá kirkjuráði. Allsherjarnefnd þakkar skýrslu kirkjuráðs sem ásamt Árbók kirkjunnar 2008 endurspeglar fjölbreytt starf þjóðkirkjunnar. Eins og fram kemur í skýrslunni þarf þjóðkirkjan að hagræða í rekstri vegna almenns samdráttar í þjóðfélaginu. Allsherjarnefnd leggur áherslu á að hagræðingin bitni sem minnst á grunnþjónustu safnaða þjóðkirkjunnar. Allsherjarnefnd þakkar þjóðmálanefnd fyrir gott framlag kirkjunnar til umræðu um þjóðmál á erfiðum tímum. Mikilvægt er að kirkjan móti stefnu um jákvæða framtíðarsýn og er hvatt til þess að þjóðmálanefnd taki virkan þátt í mótun hennar. Undanfarin ár hefur þjóðkirkjan staðið fyrir prestsþjónustu erlendis og hafa prestar unnið gott starf á þeim vettvangi sem ber að þakka. Það er Íslendingum sem búsettir eru erlendis, eða dvelja þar tímabundið, t.d. vegna sjúkrahúsvistar, dýrmætt að geta leitað til kirkjunnar og hefð er fyrir slíkri þjónustu á Norðurlöndum og á Bretlandi. Vegna efnahagsþrenginga lítur út fyrir að þessa þjónustu verði að skerða, a.m.k. tímabundið. Engu að síður er mikilvægt að styðja við safnaðarstarf erlendis og kanna þarf fleiri leiðir til þess að fjármagna það. Kirkjuþing 2008 samþykkti að fela biskupi Íslands að gera áætlun um fræðslu um kristna trú og starf meðal barna og unglinga á grunni fræðslustefnu þjóðkirkjunnar, jafnt í söfnuðum landsins sem á öðrum vettvangi. Allsherjarnefnd leggur áherslu á að öll börn hafi aðgang að barna- og unglingastarfi óháð búsetu. Hvatt er til aukins samstarfs sókna og prestakalla til að ná þessum markmiðum. Nefndin hvetur sérstaklega til að efla skírnarfræðsluna og auka stuðning við foreldra. Einnig hvetur nefndin til að áfram verði unnið að undirbúningi að forskóla fermingarfræðslunnar. Á kirkjuþingi 2008 var samþykkt frumvarp til þjóðkirkjulaga. Allsherjarnefnd hvetur til þess að frumvarpið fái eðlilegan framgang. Nefndin leggur til að kannaðar verði leiðir til að rýmka kosningarétt til kirkjuþings og auka á þann hátt lýðræði innan þjóðkirkjunnar. Allsherjarnefnd telur æskilegt að fram fari markviss umræða um efni og framsetningu Árbókar kirkjunnar. Með nýrri upplýsingatækni er nauðsynlegt að skoða hvaða efni eigi heima á vef kirkjunnar og hvað sé nauðsynlegt að birtist í Árbókinni og í hvaða formi. Allsherjarnefnd telur mikilvægt að kirkjuráð komi á framfæri við sóknir landsins hver ávinningurinn er af lögmætri skráningu eigna og réttinda sóknanna með þinglýsingu þeirra. Komið hefur fram vilji sókna að við þinglýsingar sé eignin skráð fyrst á nafn sóknar og síðan þjóðkirkjunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.