Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 42
42
2. mál kirkjuþings 2009
Flutt af kirkjuráði
Fjármál þjóðkirkjunnar.
Helstu þættir til umræðu og ályktunar
Heildartekjur þjóðkirkjunnar í frumvarpi til fjárlaga árið 2010 eru áætlaðar 3.813,1
m.kr. að frádregnum 82,8 m.kr. sértekjum sem kirkjunni er ætlað að afla. Áætlaðar
greiðslur til þjóðkirkjunnar lækka um 474,7 m.kr. milli áranna 2009 og 2010 eða um
11,1 % ef miðað er við fjárlög 2009 að teknu tilliti til leiðréttingar vegna launa.
Fjárlagaliður
Fjárlaga-
frumvarp 2010
Fjárlög 2009 með
leiðr. v. launa
presta Mism. % Mism. kr.
06-701 Þjóðkirkjan/Biskup Íslands 1.347,7 1.508,6 -10,7% -160,9
06-705 Kirkjumálasjóður 257,4 292,4 -12,0% -35,0
06-707 Kristnisjóður 75,0 89,7 -16,4% -14,7
06-735 Sóknargjöld 1.800,0 2.018,0 -10,8% -218,0
06-736 Jöfnunarsjóður sókna 333,0 379,1 -12,2% -46,1
Samtals 3.813,1 4.287,8 -11,1% -474,7
Ef miðað er við óskert sóknargjöld og óskert laun presta árið 2009 er boðaður niður-
skurður í fjárlagafrumvarpi 2010 um 748,8 m.kr. eða um 16,4%.
Fjárlagaliður
Fjárlaga-
frumvarp 2010
Óskert framlag
2009 v. launa og
sóknargjalda
2009 Mism. % Mism. kr.
06-701 Þjóðkirkjan/Biskup Íslands 1.347,7 1.584,2 -14,9% -236,5
06-705 Kirkjumálasjóður 257,4 310,5 -17,1% -53,1
06-707 Kristnisjóður 75,0 94,1 -20,3% -19,1
06-735 Sóknargjöld 1.800,0 2.171,3 -17,1% -371,3
06-736 Jöfnunarsjóður sókna 333,0 401,7 -17,1% -68,7
Samtals 3.813,1 4.561,8 -16,4% -748,7
06-701 Þjóðkirkjan/Biskup Íslands
Í fjárlagafrumvarpi 2010 er framlag á þessum lið 1.390,1 m.kr. að frádregnum
sértekjum að fjárhæð 82,2 m.kr. Hér er átt við laun biskups Íslands, tveggja
vígslubiskupa, 139 presta og prófasta og 18 starfsmanna Biskupsstofu auk
rekstrarkostnaðar. Frumvarpið gerir ráð fyrir verðlagshækkun vegna rekstrarkostnaðar
sem nemur 5% en ekki er gert ráð fyrir launahækkunum.
Hagræðingarkrafa ríkisins gerir ráð fyrir 160,9 m.kr. niðurskurði. Kirkjuráð telur rétt
að koma til móts við hagræðingarkröfu ríkisins í ljósi yfirstandandi efnahagserfiðleika
í þjóðfélaginu með samningum. Það er álit kirkjuráðs að erfitt sé að mæta
ofangreindum niðurskurðarkröfum ríkisins á árinu 2010 einkum vegna þess að
launakostnaður er um 90% af þessum fjárlagalið. Þar sem þessi framlög byggja á
kirkjujarðasamkomulaginu frá 1997 þá getur ríkið ekki einhliða skert þau. Þess vegna
þarf að gera um það sérstakan viðaukasamning og breyta þjóðkirkjulögunum.