Gerðir kirkjuþings - 2009, Qupperneq 46

Gerðir kirkjuþings - 2009, Qupperneq 46
 46 Innlán eru á Einkareikningi sem miðast við vexti Seðlabankans á millibankamarkaði með krónur -1 dags REIBID. Vextir reiknast mánaðarlega og bætast við höfuðstól. Fjármunir verða færðir í áföngum inn á Ríkistryggða verðbréfasjóði, sem eru að stórum hluta verðtryggðir. Þá verða einnig keypt bréf í Ríkisvíxlasjóði, sem er góður kostur í vaxtalækkunarferli. Sjóðirnir eru ávallt lausir til útborgunar en verðtryggð innlán eru bundin í þrjú ár. Nefndarálit Fjárhagsnefnd fór yfir ársreikninga og fjárhagsáætlanir þjóðkirkjunnar, stofnanir hennar og sjóði. Fjárhagsnefnd fékk glöggt yfirlit um fjárhagsstöðu kirkjunnar, kröfur ríkisvaldsins um hagræðingu á kostnaði vegna slæmrar stöðu ríkissjóðs og tillögur kirkjuráðs um lækkun framlaga á ýmsum sviðum til þess að mæta hagræðingarkröfu ríkisins. Vísað er í þessum efnum til kostnaðarumsagnar biskupsstofu sem fylgdi 25. máli um viðaukasamning vegna kirkjujarðasamkomulagsins. Þar kemur fram glöggt yfirlit um þær sparnaðarráðstafanir sem þegar eru á döfinni. Sérstaklega var farið yfir fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar og sjóða kirkjunnar. Nefndin þakkar skýra framsetningu reikninga og áætlana og yfirgripsmikil yfirlit og skýringar á öllum rekstri sem undir þjóðkirkjuna heyra. Nefndin fór yfir endurskoðunarskýrslu Ríkisendurskoðunar, en í skýrslunni er fjallað um ársreikninga embætta, sjóða, stofnana og fyrirtækja þjóðkirkjunnar. Nefndin hafði til umfjöllunar samantekt árs- reikninga sókna 2008, yfirlit unnið úr ársreikningum héraðssjóða fyrir árið 2008 og skýrslu um úthlutanir styrkja úr Jöfnunarsjóði sókna á árunum 1991 – 2009 og tillögur um úthlutun úr kirkjumálasjóði árið 2010. Einnig lá fyrir skýrsla um kostnað sókna við endurskoðun og reikningshald á árunum 2007 og 2008. Þar kemur fram að kostnaður sókna vegna þessa er töluverður og ástæða til að ætla að þar megi hagræða verulega. • Vegna fyrirsjáanlegrar skerðingar á tekjum sókna beinir fjárhagsnefnd því til kirkjuráðs að það fari þess á leit við héraðssjóði að þeir lækki framlag sókna til sjóðanna um eitt til tvö prósentustig þar sem tök eru á. • Fjárhagsnefnd fagnar því að tekin hefur verið upp sú nýbreytni að kynna á hverju kirkjuþingi eitt viðfangsefni kirkjunnar. Fjárhagsnefnd vekur sérstaka athygli á því að það verkefni sem kynnt var á kirkjuþingi 2009 – Hjálparstarf kirkjunnar – fær aukna fjárveitingu á árinu 2010 og er það í samræmi við áherslu kirkjuráðs og kirkjuþings á hjálparstarf í yfirstandandi þrengingum. Fjárhagsnefnd beinir því til forsætisnefndar að barna- og æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar verði sérstaklega kynnt á kirkjuþingi 2010. • Fjárhagsnefnd hefur valið þrjá kirkjuþingsfulltrúa úr sínum hópi, sem jafnframt eru forráðamenn sókna, til þess að ganga á fund fjárlaganefndar Alþingis og fylgja eftir ályktun kirkjuþings, (ef samþykkt verður) um að dregið verði úr skerðingu á sóknargjaldi. Samkvæmt lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum verður sóknargjaldið árið 2010 kr. 767 á mánuði. Skerðingin árið 2010 er um 218 milljónir króna, eða 10,8 % ef miðað er við fjárlög 2009 en 371,3 milljónir króna miðað við óskert sóknargjöld árið 2009 eða um 17%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.