Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 58

Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 58
 58 4. mál kirkjuþings 2009 Flutt af kirkjuráði Samþykktir um innri málefni þjóðkirkjunnar. I. Trú, játning og kenning þjóðkirkjunnar Grundvöllurinn Starf og boðun hinnar evangelísk-lútersku þjóðkirkju á Íslandi ber vitni um trú, játningu og kenningu hennar. Kenning þjóðkirkjunnar er tjáð í Heilagri ritningu, játningum trúarinnar, hefð og arfi kirkjunnar, í Handbók og Sálmabók kirkjunnar og samkirkjulegum samþykktum sem þjóðkirkjan hefur gerst aðili að. Þjóðkirkjan gengur út frá því að þau sem koma fram fyrir hennar hönd játi kristna trú og leitist við að lifa kristnu trúarlífi. Í samfélagi kirkjunnar leitast sérhver kristinn maður, jafnt karl sem kona, við að lifa sig inn í leyndardóma trúarinnar og gera sér vitnisburð trúarinnar og köllun sína ljósa. Með helgihaldi, kærleiksþjónustu, fræðslu og boðunarstarfi vill þjóðkirkjan bjóða öllum að eignast samfélag í trúnni og hlutdeild í lífi hennar. Hún vill efla fólk á öllum aldri til þátttöku í starfi kirkjunnar og til kristins vitnisburðar með lífi og breytni á vettvangi dagsins. Kenning evangelísk lúterskrar kirkju er sett fram og túlkuð með íhugun guðfræðinnar um trú og játningu í lífi manns og heims. Játningar Þjóðkirkjan játar trú á heilaga þrenningu, einn Guð, föður, son og heilagan anda. Þjóðkirkjan játar Guð föður, skaparann, sem elskar og verndar sköpun sína. Þjóðkirkjan játar Jesú Krist sem Drottin og frelsara og fagnaðarerindi hans sem kraft Guðs til hjálpræðis þeim sem trúa. Þjóðkirkjan játar heilagan anda, lífgjafann og hjálparann, sem kallar hana, upplýsir og helgar með gjöfum sínum. Þjóðkirkjan viðurkennir heilaga ritningu Gamla og Nýja testamentisins sem orð Guðs og sem uppsprettu og mælikvarða boðunar, trúar og lífs. Þjóðkirkjan játar postullegu trúarjátninguna, Níkeujátninguna og Aþanasíusar- játninguna sem sanna skilgreiningu trúar heilagrar almennrar kirkju. Evangelísk-lútersk kirkja viðurkennir Ágsborgarjátninguna 1530 og Fræði Lúthers minni sem sannan vitnisburð um fagnaðarerindi Jesú Krists og um það hvernig trú hinnar almennu kirkju var túlkuð sem svar við spurningum siðbótartímans. Lög, reglur og aðrar réttarheimildir • Ákvæði 62. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins um þjóðkirkjuna eru byggð á Konungalögum 1665, Norsku lögum, 1687, II. bók, 1. kafli og Kirkjurítúalinu, 1685. • Erindisbréf biskupa, 1746 , 43. gr. • Lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, 1. gr. • Handbók kirkjunnar, 1981 • Stjórnarskrá Lúterska heimssambandsins, 1947 • BEM-skýrslan, Skírn, máltíð og þjónusta, 1984 • Porvoo-samkomulagið, 1995 II. Grunneining kirkjunnar Sókn og söfnuður Sóknin er grunneining þjóðkirkjunnar og vettvangur þjónustu hennar á hverjum stað. Sóknin er félag þess fólks innan þjóðkirkjunnar sem myndar söfnuð, þar sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.