Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 62

Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 62
 62 27. Verði ágreiningur um afnot kirkju skal biskup Íslands skera úr. Þeim úrskurði verður ekki áfrýjað. 28. Biskup Íslands og vígslubiskupar hafa rétt til að nota sóknarkirkjur og aðra helgidóma þjóðkirkjunnar til helgihalds og biskupsverka. Ákvæði um messuskyldu 29. Í sókn með 2000 sóknarbörn eða fleiri skal haldin almenn guðsþjónusta hvern helgan dag, um 60 guðsþjónustur á ári. 30. Í sóknum með 750-2000 sóknarbörn að lágmarki annan hvern sunnudag auk hátíða, ekki sjaldnar en 25 sinnum á ári. 31. Í sóknum með 300-750 sóknarbörn að lágmarki einu sinni í mánuði auk hátíða, ekki sjaldnar en 15 sinnum á ári. 32. Í sóknum með 100-300 sóknarbörn að lágmarki 8 sinnum á ári, auk hátíða. 33. Í sóknum með 50-100 sóknarbörn, að lágmarki 6 sinnum á ári. 34. Í sóknum með færri en 50 sóknarbörn er messað eftir aðstæðum. 35. Heimilt er með leyfi biskups að taka tillit til annarra þátta en fjölda sóknarbarna, svo sem staðhátta, hefðar og hlutverks kirkjunnar í sókninni eða á svæðinu. Lög, reglur og aðrar réttarheimildir • Kristinréttur Árna biskups Þorlákssonar, 1275 • Kirkjuordinatia Kristjáns IV, 1607 • Tilskipun um tilhlýðilegt helgihald sabbatsins 29. maí 1744 • Erindisbréf handa biskupum, 1746 • Bréf kansellísins um tilhögun á kirkjuhurðum, 1828 • Reglugerð um sunnudaga og helgidagahald hjer á landi 28. marz 1855 og opið bréf um sama efni 26. september 1860 • Bréf dóms- og kirkjumálaráðuneytis nr. 69 7. apríl 1970 • Handbók kirkjunnar, 1981 • Sálmabók kirkjunnar, 1972 (með síðari breytingum) • Leiðbeiningar um samstarf þjóðkirkjunnar og Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi um afnot af kirkjum, 2008 IV. Handbók kirkjunnar og Sálmabók Hlutverk handbókar og sálmabókar Handbók kirkjunnar er einingarband og vitnisburður um samstöðu í tjáningu trúar og siðar á grundvelli játninga evangelísk-lúterskrar kirkju. Handbók kirkjunnar veitir leiðbeiningar um guðsþjónustu og helgihald. Messan og helgiathafnir kirkjunnar endurspegla í senn hefð kirkjunnar og endurnýjuð form sameiginlegrar tilbeiðslu almennrar kirkju. Jafnvægi hefðarfestu, sveigjanleika og margbreytileika reynslunnar gefur vísbendingu um einingu í fjölbreytni helgi- haldsins. Textaraðir kirkjuársins geyma þá texta sem lesnir eru og útlagðir í helgihaldi kirkj- unnar. Í orði Ritningarinnar er grundvöllur trúar, játninga og kenningar kirkjunnar. Í textum helgihaldsins hljómar Guðs orð sem fyrir heilagan anda verður lifandi orð þeim sem heyrir og þiggur í trú. Í og fyrir þetta orð mætir hinn upprisni Kristur kirkju sinni. Sálmabók kirkjunnar geymir í senn sálma og bænamál guðsþjónustunnar og trúarlífs einstaklinga og fjölskyldna. Í sálmum og bænum Sálmabókarinnar er fjársjóður trúar- arfsins. Þar er að finna reynsluheim trúarinnar, reynslu einstaklinga og safnaðar af samleið sinni með Guði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.