Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 67

Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 67
 67 Lög, reglur og aðrar réttarheimildir • Norsku lög 1685, II. bók • Handbók kirkjunnar, 1981 • Barnaverndarlög 2002, 17. gr. VIII. Ferming Fermingin Ferming er staðfesting. Hún er staðfesting þess að viðkomandi er skírður og vill játast gjöf og köllun skírnarinnar og staðfesting kirkjunnar á því að hinn skírði hafi hlotið uppfræðslu í grundvallaratriðum trúarinnar. Það er hlutverk foreldra, guðfeðgina og safnaðarins að uppfræða hinn skírða í kristinni trú og líferni. Fermingarathöfnin er játning, bæn og blessun og altarisganga. Fermingarbarnið þiggur fyrirbæn og handayfirlagningu sem tákn návistar heilags anda í lífi þess og að það er sent út í heiminn sem samverkamaður Guðs í ríki hans. Ferming stendur öllum til boða sem vilja játa trú sína á Krist í samfélagi kirkjunnar. Inntak fermingarinnar 1. Fermingin felur í sér fræðslu um meginatriði trúarinnar, þátttöku í guðs- þjónustulífi safnaðarins, svo og fermingarguðsþjónustu þar sem beðið er fyrir fermingarbarninu með handayfirlagningu er það hefur játað trúna. Fermingarbarnið er falið fyrirbæn safnaðarins, tekið til altaris og sent út í heiminn sem samverkamaður Guðs í ríki hans. Skilyrði fermingar 2. Sá sem skírður er í nafni heilagrar þrenningar og óskar þess skal fermdur. Almennt skal miðað við að börn á 14. aldursári séu fermd. Heimilt er að ferma yngri börn ef sérstakar ástæður krefjast og sóknarprestur metur svo. Enginn skal fermdur án þess að hafa hlotið fræðslu sbr. 5. grein. 3. Ferming er safnaðarathöfn sem jafnan ætti að fara fram í almennri guðs- þjónustu helgidagsins. 4. Heimilt er að ferma í sérstakri athöfn og á virkum degi ef sérstakar aðstæður krefjast. Þess skal gætt að slíkar athafnir komi ekki í stað almennrar guðs- þjónustu helgidagsins. 5. Fermingarfræðsla fylgi námskrá sem biskup Íslands setur og kirkjuþing staðfestir. Sérhver sá sem fermdur er skal kunna bæn Drottins, postullegu trúarjátninguna, boðorðin tíu, tvöfalda kærleiksboðorðið, signinguna og blessunarorðin. Einungis skulu gerðar undantekningar frá þessum grundvallar- skilyrðum ef sérstaklega stendur á. Ábyrgð og umsjá 6. Sóknarprestur ber ábyrgð á skírnarfræðslu og fermingarundirbúningi. 7. Þegar prestur tekur við barni til fermingar, en það hefur hlotið uppfræðslu annars staðar, skal gæta þess að fyrir liggi vottorð viðkomandi prests um að það hafi lokið tilskilinni fermingarfræðslu. 8. Fermingu er ætlað að leiða inn í trúarlíf kirkjunnar. Þar skipar altaris- sakramentið mikilvægan sess. 9. Heimilt er að taka ófermd börn til altaris á fermingarfræðslutímanum, í fylgd eða með samþykki forráðanda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.