Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 70

Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 70
 70 Lög, reglur og aðrar réttarheimildir • Lög um staðfesta samvist nr. 87/1996 með síðari breytingum • Tónlistarstefna þjóðkirkjunnar, 2004 • Fjölskyldustefna kirkjunnar, 2006 XI. Útför Útförin Útför er guðsþjónusta þar sem aðstandendur í samfélagi hins kristna safnaðar kveðja hinn látna og fela hann miskunn Guðs á hendur. Útförin tjáir sorg og söknuð þeirra sem eftir lifa og er játning hinnar lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. Kirkjan játar og trúir að Jesús Kristur hafi með dauða sínum borið synd og dauða jarðarbarna og með upprisu sinni sigrað dauðann og opnað veginn til eilífs lífs. Útför tjáir í senn alvöru dauðans og sorgarinnar og birtu upprisuvonarinnar. Hún er einnig áminning til þeirra sem eftir lifa um að gefa gaum að dýrmæti lífsins og fallvaltleik. Í lífi sérhvers manns og í fagnaðarerindi krossins má sjá hve dauði og líf, ljós og myrkur, takast á. Þetta setur svipmót sitt á útförina en sorgin og dauðinn fá nýjan svip þegar það er borið uppi af ómi upprisunnar og hins himneska lofsöngs. Moldin sem ausið er á kistuna er tákn þess að við erum af moldu runnin og til moldar stefnt, eins og allt sem lifir, en er ætlað að rísa upp, eins og hveitikornið. Signt er yfir kistu sem fyrirbæn og til áminningar þess að hinn krossfesti og upprisni frelsari hefur sigrað dauðann fyrir oss, náð hans og friður umvefur okkur í lífi og í dauða. Athöfnin 1. Útför felur í sér ritningarlestur, vitnisburð um fagnaðarerindi upprisunnar, fyrirbæn og moldun, þar sem líkkistan er ausin moldu þrisvar með þeim orðum sem Handbók kirkjunnar mælir fyrir um við þá athöfn. 2. Varðandi útfararathöfn skal leitast við að uppfylla óskir hins látna og/eða aðstandenda, enda séu þær í samræmi við reglur og venjur þjóðkirkjunnar. 3. Í kirkju skal kista snúa þannig að ásjóna hins látna horfi við altari. 4. Prestur sem annast útförina ber ábyrgð á því að tónlist og annað sem fram fer við athöfnina samrýmist tilefninu og helgi stundarinnar. 5. Heimilt er að molda í kirkju, en molda skal við gröf þegar þess er kostur. 6. Óheimilt er að nota annað en mold við moldun (svo sem blóm). 7. Hringja má klukku þegar lík er borið til kirkju. Hringt skal klukku fyrir útför og eins þegar borið er út úr kirkju. Hringt skal klukku þegar lík er borið til grafar í kirkjugarði verði því viðkomið. 8. Prestur annast útför. Prestur sem ekki er í þjónustu getur annast útför á ábyrgð sóknarprests sem sér til þess að athöfnin sé skráð í kirkjubækur. 9. Kistulagningu og húskveðju getur djákni eða leikmaður annast. 10. Að jafnaði skal prestur eða djákni annast jarðsetningu duftkers. Ætíð ber að tilkynna jarðsetninguna viðkomandi sóknarpresti sem sér um að skráð sé í legstaðaskrá. Lög, reglur og aðrar réttarheimildir • Kristniréttur Árna biskups Þorlákssonar, 1275 • Kirkjuordinatia Kristjáns IV, 1607 (kirkjuskipan Kristjáns fjórða hinni norsku frá 1607, löggilt hér á landi 1629) • Handbók kirkjunnar, 1981 • Lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993 • Reglugerð um kirkjugarða, 1934 • Reglugerð um dreifingu ösku utan kirkjugarðs, 2003 • Reglugerð um kistu, duftker og líkbrennslu, 2005 • Reglugerð um útfararþjónustu, 2006
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.