Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 81

Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 81
 81 á að þjóna. Jafnframt verða ákvarðanir um innri mál kirkjunnar, lög og starfsreglur að vera í samhljómi við trú, játningu og kenningu evangelísk-lúterskrar kirkju. Innri mál þjóðkirkjunnar Með gildistöku laga um Kirkjuráð nr. 21 9. júní 1931 fékk þjóðkirkjan sjálf „sam- þykktaratkvæði og ákvörðunarrétt um guðsþjónustur kirkjunnar, veitingu sakramenta og kirkjulegar athafnir og helgisiði ...“ Þar með hlaut kirkjan sjálf forræði sinna innri mála, sem áður var á hendi konungs. Þetta var staðfest með lögum um kirkjuþing sem tóku gildi 1958 og enn frekar í núgildandi lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóð- kirkjunnar, nr. 78/1997. Þar er hin evangelísk lúterska þjóðkirkja á Íslandi skilgreind sem sjálfstætt trúfélag sem ber ábyrgð á eigin trúargrundvelli, helgisiðum og kenningu. Með þessari breytingu færðust nánast öll verkefni sem áður heyrðu undir ráðherra kirkjumála til kirkjuþings. Atbeini ríkisvaldsins að innri málum kirkjunnar er þar með að öllu leyti horfinn frá Stjórnarráðinu til kirkjunnar sjálfrar. Samkvæmt lögum nr. 78/1997 hefur kirkjuþing „æðsta vald í málefnum þjóð- kirkjunnar innan lögmæltra marka. Málefni, er varða kenningu kirkjunnar og agavald, heyra þó undir biskup Íslands, sbr. 10., 11., 19. og 28. gr. Samþykktir um kenningar- leg málefni, guðsþjónustuhald, helgisiði, skírn, fermingu og altarissakramenti verða að sæta umfjöllun prestastefnu áður en þær hljóta endanlega afgreiðslu á kirkjuþingi.“ Samþykktir Mikilvægt er hafa á einum stað glöggt yfirlit yfir kenningu kirkjunnar og forsendur fyrir siðum hennar og hefðum. Fátt er um eiginleg nýmæli í þessum samþykktum, heldur er um að ræða skráning og framsetning þess hvernig þjóðkirkjan hefur á umliðnum áratugum skilið og túlkað og framkvæmt hlutina. Framsetningin er að fyrirmynd nýlegrar kirkjuskipanar sænsku kirkjunnar og þýskra landskirkna. Það á t.d. við um formálana. Þeir eru eins konar guðfræðileg greinargerð fyrir viðkomandi viðfangsefni. Síðan fylgja efnisgreinar. Þjóðkirkjan er sem evangelísk-lútersk kirkja í samstarfi og samræðum við aðrar kirkjur og verður að gera grein fyrir sér, sjálfsmynd sinni og veru. Orðfæri og fram- setning ber keim af því. Með samþykktum um innri mál kirkjunnar er safnað saman á einn stað upplýsingum, reglum, fyrirmælum og ákvörðunum frá ýmsum tímum. Um kirkjulegar athafnir og framkvæmd þeirra hafa gilt ákvæði handbóka kirkjunnar, reglugerðir stjórnvalda, konungsbréf, „forordningar“ og „rescript“ frá ýmsum tímum, fyrirmæli biskupa og úrskurðir, og hefðir og venjur. Lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar vísa til innri mála kirkjunnar, játninga og helgisiða. Ýmis önnur lög, starfsreglur og stjórn- valdsákvæði og kirkjuleg siðvenja vísa iðulega til hefða sem hvergi eru skilgreindar með aðgengilegum hætti, þótt sumt af þessu sé enn að finna í Lagasafni. Þar er þó um margvísleg ákvæði að ræða sem telja má úrelt. Þegar þessar samþykktir hafa verið staðfestar munu þau ákvæði verða felld úr gildi. Hin evangelísk-lúterska þjóðkirkja á Íslandi er sjálfstætt trúfélag og hlýtur sem slíkt að bera ábyrgð á eigin trúargrundvelli, helgisiðum og kenningu. Með umfjöllun Prestastefnu og staðfesting kirkjuþings á samþykktum þessum axlar þjóðkirkjan þá ábyrgð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.