Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 101

Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 101
 101 13. mál kirkjuþings 2009 Flutt af kirkjuráði Jafnréttisstefna þjóðkirkjunnar. I. Inngangur Jafnréttisstefna kirkjunnar á að stuðla að jafnrétti eins og rétt og skylt er í samræmi við líf og boðskap Jesú Krists. Tvöfalda kærleiksboðorðið, Gullna reglan og Litla biblían eru orð fagnaðarerindisins sem innihalda undirstöðuatriði kristins boðskapar og fela í sér jafnréttishugsjón. Kirkjan byggir á þeim grunni sem lagður er af hinum upprisna frelsara. Skírn inn í það samfélag gerir engan greinarmun á konum og körlum. Kirkjan gegnir þess vegna mikilvægu hlutverki í miðlun þess boðskapar. Því er jafnréttisstefna viðurkenning manngildis og jafnréttis allra jarðarbarna. Jafnréttisstefna kirkjunnar tekur mið af gildandi jafnréttislögum á Íslandi, nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þar er meðal annars lögð áhersla á að kynjasamþætting1 sé fest í sessi sem mikilvæg leið til að koma á jafnrétti. Kirkjan mun byggja á því í starfi sínu.2 Jafnframt er tekið mið af því að þjóðkirkjan er aðili að Alkirkjuráði, Kirknaráði Evrópu og Lúterska heimssambandinu. Samtökin hafa hvatt kirkjur sínar til að jafna hlutföll kynjanna í nefndum og ráðum þannig að þar sitji að minnsta kosti 40% konur og að minnsta kosti 40% karlar. Jafnréttisstefna kirkjunnar tekur annars vegar til stjórnkerfis kirkjunnar og starfsmanna hennar og hins vegar til starfsemi og þjónustu sem kirkjan veitir. II. Markmið Markmið jafnréttisstefnunnar er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla í þjóðkirkjunni og jöfnum möguleikum kynjanna til starfa, áhrifa og þjónustu. Markmiðin eru: 1. Að skapa forsendur fyrir konur og karla í kirkjunni til að njóta þess jafnréttis sem tryggt er í lögum. 2. Að festa kynjasamþættingu í sessi á öllum sviðum kirkjulegs starfs og innan stjórnsýslu kirkjunnar. 3. Að auðvelda leikum og lærðum að móta og skapa aðstæður sem gera jafnréttismál að viðfangsefni allra innan kirkjunnar. 4. Að bæta stöðu eða auka möguleika kvenna eða karla í því skyni að koma á jafnri stöðu kynjanna á ákveðnu sviði þar sem á annað kynið hallar. 5. Að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla í stjórnunar- og áhrifastöðum. 6. Að tryggja framkvæmd þessara markmiða með framkvæmdaráætlun. III. Jafnréttisnefnd kirkjunnar - hlutverk Kirkjuþing kýs fimm fulltrúa í jafnréttisnefnd til fjögurra ára og jafnmarga til vara. 1 Sbr. 2. gr. Að skipuleggja, bæta, þróa og leggja mat á stefnumótunarferli þannig að sjónarhorn kynja- jafnréttis sé á öllum sviðum fléttað inn í stefnumótun og ákvarðanir þeirra sem alla jafna taka þátt í stefnumótun í samfélaginu. 2 sbr. 17. gr. Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð sem gerð er á vegum ráðuneyta og opinberra stofnana er starfa á málefnasviði þeirra. Hið sama gildir um alla ákvörðunartöku innan ráðuneyta og stofnana eftir því sem við getur átt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.