Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 102

Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 102
 102 Hlutverk Jafnréttisnefndar kirkjunnar er: 1. Að vera ráðgefandi fyrir biskup Íslands og kirkjuráð í málefnum er varða jafn- rétti kynjanna. 2. Að hafa frumkvæði að fræðslu og aðgerðum, til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla innan kirkjunnar. 3. Að fylgjast með framkvæmd jafnréttisstefnunnar fyrir hönd biskups og kirkju- ráðs og gera tillögu til kirkjuráðs um endurskoðun framkvæmdaáætlunarinnar til þriggja ára í senn, skv. 2. mgr. 18. gr. laga nr. 10/20083. 4. Jafnréttisnefnd starfar í samstarfi við jafnréttisfulltrúa kirkjunnar. Biskup Íslands skipar jafnréttisfulltrúann og setur honum erindisbréf að fengnum til- lögum frá jafnréttisnefnd. IV. Framkvæmdaáætlun fyrir árin 2010-2012 1. Jafnréttisfræðsla Markmið laga nr. 10/2008 er ,,... að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tæki- færum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins.“ Kirkjan mun standa fyrir fræðslu um kynjasamþættingu sem felur í sér að skipuleggja, bæta, þróa og leggja mat á stefnumótun og ákvarðanir þannig að sjónarhorn kynjajafn- réttis sé fléttað inn í starf kirkjunnar á öllum sviðum hennar, sbr. 6. mgr. 2. gr.4 og 17. gr. laga nr.10/20085. Einnig mun kirkjan stuðla að því að kynjasamþætting verði þáttur í endurmenntun þeirra sem fyrir kirkjuna starfa. Verkefni 1.1: Haldin verður ráðstefna í lok janúar 2010 á vegum jafnréttis- nefndar kirkjunnar um jafnrétti og samþættingu kynjasjónarmiða. Í tengslum við ráðstefnuna verður boðið upp á námskeið um samþættingu kynjasjónarmiða í safnaðarstarfi. Er það sérstaklega ætlað prestum, starfsfólki sókna, starfsfólki Biskupsstofu og yfirstjórn kirkjunnar. Ábyrgð og framkvæmd: Jafnréttisnefnd kirkjunnar Tímamörk: 1. júní 2010 Verkefni 1.2: Tekið verði mið af kynjasamþættingu við gerð fræðsluefnis til nota í barna- og æskulýðsstarfi. Gefið verði út efni fyrir 2-4 samverustundir í æskulýðsstarfi um kynjasamþættingu og jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Ábyrgð og framkvæmd: Biskup Íslands - fræðslusvið Biskupsstofu Tímamörk: 1. september 2010 2. Málfar Kirkjan skal í boðun sinni, helgihaldi og fræðslu, gæta þess að höfðað sé til beggja kynja. Sérstaklega verði horft til málfars í handbók og sálmabók kirkjunnar. 3 „Fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skulu setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Skal þar m.a. sérstaklega kveðið á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsmönnum þau réttindi sem kveðið er á um í 19.–22. gr. Framkvæmdaáætlun skal fylgja jafnréttisáætluninni eða starfsmannastefnu en hvort tveggja skal endurskoðað á þriggja ára fresti“. 4 2. gr „Sértækar aðgerðir: Sérstakar tímabundnar aðgerðir sem ætlað er að bæta stöðu eða auka möguleika kvenna eða karla í því skyni að koma á jafnri stöðu kynjanna á ákveðnu sviði þar sem á annað kynið hallar. Þar getur þurft tímabundið að veita öðru kyninu forgang til að ná jafnvægi.“ 5 17. gr. „Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð sem gerð er á vegum ráðuneyta og opinberra stofnana er starfa á málefnasviði þeirra. Hið sama gildir um alla ákvörðunartöku innan ráðuneyta og stofnana eftir því sem við getur átt.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.