Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 120

Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 120
 120 27. mál kirkjuþings 2009 Flutt af kirkjuráði Starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar. 1. gr. Með hugtakinu kynferðisbrot í reglum þessum er átt við þá háttsemi sem lýst er refsiverðri í XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og í barnaverndarlögum nr. 80/2002. Kynferðislegt ofbeldi er misnotkun á annarri manneskju þar sem gerandinn beitir eða hótar að beita ofbeldi eða þvingar þolanda á annan hátt kynferðislega. Þessi misnotkun getur verið allt frá káfi, þukli og klúru orðbragði upp í fullframið nauðgunarbrot í skilningi almennra hegningarlaga. Kynferðisleg áreitni er óvelkomin kynferðisleg hegðun sem skapar auðmýkjandi eða fjandsamlegar aðstæður til vinnu, náms eða félagslegrar samvinnu hvort sem áreitnin er líkamleg, orðbundin eða myndræn. Kynferðisleg áreitni felur í sér samskipti sem einkennast af misnotkun á valdi, styrkleika eða stöðu þar sem kynferði þolandans er í brennidepli. Það sem greinir slíka framkomu frá vinahótum og vinsamlegri stríðni er að hún er í óþökk þess sem fyrir henni verður, hún er ekki gagnkvæm og ekki á jafnræðisgrundvelli. 2. gr. Ef meint kynferðisbrot varðar barn, skal talsmaður eða sá sem hefur vitneskju um ætlað kynferðisbrot, gegna skilyrðislausri tilkynningaskyldu til hlutaðeigandi barnaverndarnefndar sbr. 16. og 17. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. 3. gr. Kirkjuráð útnefnir fagráð um meðferð kynferðisbrotamála. Fagráð er skipað þremur einstaklingum og þremur til vara, er hafa sérþekkingu á kynferðisbrotum. Einn ráðsmanna skal vera lögfræðingur, annar skal vera guðfræðingur og sá þriðji skal vera læknir, sálfræðingur eða hjúkrunarfræðingur, eða hafa sambærilega menntun. Varamenn hvers ráðsmanns skulu uppfylla sömu skilyrði. Ráðsmenn skipa einn úr sínum hópi til þess að vera formaður fagráðsins. 4. gr. Hlutverk fagráðs er eftirfarandi: a) að fylgja eftir að mál sem varða kynferðisbrot og upp koma innan kirkjunnar, fái viðhlítandi málsmeðferð samkvæmt landslögum og starfsreglum þessum. b) að vera biskupi og kirkjuyfirvöldum til ráðgjafar varðandi mál er tengjast kynferðisbrotum. c) að tilnefna talsmenn, sbr. 5. gr. og veita þeim faglegan stuðning og ráðgjöf. d) að fjalla um einstök mál sem vísað er til þess af úrskurðarnefnd eða áfrýjunarnefnd og veita henni ráðgjöf um meðferð þeirra e) að meta árangur starfsreglna og koma með tillögur til úrbóta ef með þarf f) að hafa umsjón með fræðslu um kynferðisbrot innan kirkjunnar í samvinnu við fræðsludeild kirkjunnar. g) að sinna forvörnum á sviði kynferðisbrota. 5. gr. Biskup útnefnir til fjögurra ára í senn, á grundvelli tillagna fagráðs, sbr. 3. gr., talsmann/talsmenn þeirra sem telja sig þolendur kynferðisbrota innan kirkjunnar. Kirkjuráð ákveður fjölda talsmanna og þjónustusvæði hvers þeirra. Talsmaður starfar í umboði og ábyrgð fagráðs sem virkjar hann og fær honum verkefni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.