Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 39
Eins og kvæði Steingríms er kvæði Gröndals fyrst og fremst dæmigert
erfikvæði sem nær ekki út yfir stund og stað.
Gröf þeirra hjóna var hlaðin upp úr höggnu grjóti sem var fest með
sementi en steinveggir voru að innan klæddir grænu limi af eini til að
skyggja á „hið skuggalega og bera sem einkennir grafir vorar.“ Gröfin var
svona útbúin að ákvörðun undirbúningsnefndarinnar af því að hún leit svo
á að kransar og skreytingar ættu að fylgja þeim í gröfina og þá væri ótil-
hlýðileg að láta slíka gripi í moldu þar sem þeir mundu skemmast fljótt.
Gröfin var síðan höfð opin til að fólk gæti séð umbúnað kistnanna en búið
var að múra upp fyrir myrkur.45
Að lokinni athöfn í kirkjugarði var haldið til Dómkirkjunnar aftur og
var þar sunginn á latínu sálmur Prudentiusar Jam moesta quiesce querela.
Athygli vekur að sálmur Hallgríms Um dauðans óvissa tíma (Allt eins
og blómstrið eina) var ekki sunginn nema hann hafi verið sunginn í
Dómkirkjunni án þess að þess sé getið. Hins vegar er sérstaklega tekið
fram að sálmur Prudentiusar hafi verið sunginn á latínu enda skipað fyrir
um það í reglunum fyrir útförina. Aurelius Prudentius (348-413) var eitt
mesta sálmaskáld fornkirkjunnar og samkvæmt helgisiðareglum Grallarans
átti að synga útfararsálm hans við útför og greftrun og hefur sálmurinn
verið í íslenskum sálmabókum allt frá útgáfu Sálmabókar Guðbrands 1589
(er þar í tveimur þýðingum) til núgildandi sálmabókar þar sem hann er nr.
274: „Nú hverfi oss sviðinn úr sárum.“46 Magnús Stephensen felldi sálminn
raunar úr Sdlmabók 1801 (Leirgerði) en vegna eindreginna óska setti hann
nýja þýðingu í viðbæti sem út kom 1825 og lét latneska textann fylgja með.
Snemma hófst sá siður hér á landi að við útför lærðra manna og sérstaklega
á dómkirkjunum var þessi sálmur sunginn á latínu.47 Jóni Sigurðssyni er
þar með sýnd sú lokavirðing að vera kvaddur sem lærður maður sem latínu-
skólapiltar syngja til grafar á latínu.
V
Jóni Sigurðssyni og Ingibjörgu Einarsdóttur konu hans var gerð útför
sem þjóðhöfðingjar væru. Með því tjáðu íslendingar tvennt. Annars vegar
45 Útfór 1880, s. 59-60. Sjá og Björn Th. Björnsson 1988, s. 89-94.
46 Sálmurinn er til í mörgum íslenskum þýðingum. Sjá Páll Eggert Ólason 1924, s. 192 og 193,
nr. 313 og 316.
47 Sjá t.d. útgáfur Grallarans frá 6. útg., Skálholti 1691, þar sem í viðbæti eru nokkrir latneskir
sálmar sem syngja má við útför og þeirra á meðal sálm Prudentiusar.
37