Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 20
Anna Helga Jónsdóttir, Freyja Hreinsdóttir, Guðrún Geirsdóttir, Rögnvaldur G. Möller og Gunnar Stefánsson
Árangur
1. mynd Stuðlarit afárangri nemenda.
IA IB IC N
Námskeið
2. mynd Kassarit af árangri nemenda eftir nám-
skeiðum.
Lýsandi tölfræði - drangur nemenda
Stuðlarit sem sýnir árangur nemenda á
könnunarprófinu má sjá á 1. mynd. Með-
alárangur var um 45% og miðgildið 44%,
þ.e.a.s. helmingur nemenda leysti a.m.k.
44% af prófinu rétt. Staðalfrávik var um
23% og staðalskekkja um 1%.
Kassarit af árangri nemenda eftir nám-
skeiðum má sjá á 2. mynd. Meðalárangur
4. tafla Meðalárangur i hverjum námsþætti ásamt
vægi námsþáttar á prófinu.
Námsþættír Meöal- Vægi
árangur (%) (%)
Talnareikningur og föll 77,4 20
Algebra 35,2 12
Jafna beinnar línu 64,8 16
Hornaföll 24,6 16
Diffrun og heildun 17,6 16
Vigrar 47,9 12
Tvinntölur 27,4 8
5. tafla Meðalárangur eftir skólum. Skólarsem
færri en 10 nemendur voru frá voru sameinaðir
undir „Aðrir".
Skóli Meðal- árangur (%) Fjöldi
MR 68,7 70
MH 63,5 33
vl 48,0 53
MA 47,4 19
Kvennaskólinn 43,7 26
FSU 43,1 14
Flensborg 39,7 12
MK 36,8 21
Hraðbraut 36,0 14
Frumgreinadeild HR 35,6 11
Aðrir 34,5 93
MS 33,9 15
FG 30,4 10
FÁ 25,7 12
FB 24,0 11
Keilir 22,2 13
nemenda í IA var bestur (65%), þar á eftir
kemur árangur nemenda í IB (48%), N
(43%) og loks IC (31%). í 1. töflu má sjá
hvaða námsleiðum námskeiðin tilheyra.
Eins og greint var frá í inngangi saman-
stóð prófið af spurningum úr sjö náms-
þáttum. Árangur nemenda eftir náms-
þáttum má sjá í 4. töflu.
Eins og sjá má í 4. töflu reyndist meðal-
árangur bestur í hlutunum talmreikningur
ogfóll (77,4%) ogjafiia beinnar h'nu (64,8%).
Nemendur áttu í mestum erfileikum með
diffrun og heildun (17,6%) og hornafóli
(24,6%).
Meðalárangur eftir skólum má sjá í 5.
töflu. Skólar sem færri en 10 nemendur
voru frá voru sameinaðir undir „Aðrir".
Taka skal fram að hér er ekki verið að
leggja mat á gæði kennslu í skólunum, til
þess þyrfti að auki gögn sem sýndu getu
nemendanna áður en þeir hófu nám í
framhaldsskólunum.
18