Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 60
Gestur Guðmundsson og Hulda Karen Ólafsdóttir
því hafi vissulega falist sannleikskjarni en
líka ákveðin öfund og minnimáttarkennd
sem hafi hamlað eigin bóknámi. Bourdieu
og lærisveinar hans hafa túlkað þessi við-
brögð sem hluta af þeim rangsnúna skiln-
ingi (fr. méconnaissance) sem viðheldur
ofurvaldi bóknáms. Með því að segja
berin súr sættir refurinn sig við að missa
af þeim, og með uppreisn sinni gegn milli-
stéttarmótuðum skóla undirbúa verka-
lýðsbörnin sig undir að gera illa launaða
erfiðisvinnu að ævistarfi (Willis, 1977). En
í viðtölunum kemur fram að viðmælendur
hafi síðar séð að með þessum hætti hafi
þeir kannski gert sjálfum sér ógreiða, og
er þetta skýrt dæmi um að fólk sjái fyrri
reynslu í nýju ljósi þegar það ákveður að
snúa aftur í nám, en slíkt endurmat kallar
Beck „ígrundandi afturblik" (e. reflexivity,
sjá Gest Guðmundsson, 2012, bls. 123-127).
Margir viðmælendur höfðu öðlast stór-
eflt sjálfstraust í námi síðustu misseri fyrir
viðtölin. Ekki er víst að það endist óbreytt
og að allar stórar fyrirætlanir standist, en
það hefur skilað þeim langt áfram og veitt
þeim öfluga reynslu - og gætt reynslu
undanfarinna ára aukinni merkingu. í
mörg ár hafði mynd þeirra af eigin lífi
markast af ósigrum og uppgjöf, en með
því að takast aftur á við nám, með góðum
árangri, hefur þessi brotakennda og oft
misheppnaða vegferð breyst í lífssögu sem
tengir saman fortíð og framtíð, full merk-
ingar og fyrirheita. Lífssagan á örugglega
eftir að breytast en í henni er öflugur efni-
viður í síðari útgáfur, og endurkoma í nám
hefur átt snaran þátt í að breyta marghátt-
aðri reynslu í slíkan efnivið.
Samantekt og umræða
Viðmælendur okkar hafa endurmetið frá-
sögu sína af brotthvarfi. Ekki þannig að
þeir hafni þeirri sögu sem þeir hver fyrir
sig sögðu við brotthvarf, heldur hafa þeir
komist að því að hún var ekki sagan öll.
Langflestir eiga það sameiginlegt að þeim
finnst að þeim hafi verið ýtt inn á einhverja
braut sem þeir sáu ekki tilganginn í. Fram-
haldsskólaár margra einkenndust af tóm-
leika og tilraunum til að fylla upp í hann,
og jafnmargir segja sögur af einelti og öðr-
um félagslegum vanda eða námsörðug-
leikum sem voru illyfirstíganlegir þá, ekki
síst af því að þeir sáu ekki tilganginn með
náminu.
Vegferð þeirra eftir brotthvarf einkenn-
ist af þeim tækifærum sem ungu ófag-
lærðu fólki buðust á tíunda áratugnum
og í upphafi nýrrar aldar. Margir piltanna
fengu tækifæri til uppgripa í vinnu, en
stúlkurnar fóru frekar milli láglaunastarfa
og tóku hlé á milli vegna barneigna eða
andlegrar vanlíðunar. Athyglisvert er að
mörgum viðmælendum tókst að vinna sig
upp í krefjandi og sæmilega launuð störf í
krafti reynslu og sumpart með hjálp styttri
námsbrauta, karlarnir jafnvel strax á tán-
ingsaldri en konurnar síðar. Við hrunið
2008 verða þáttaskil hjá flestum: sumir
viðmælenda verða atvinnulausir og þeir
sjá almennt fram á að frekari frama er ekki
að vænta í atvinnulífinu, þar sem einstak-
lingar með menntun eiga betri möguleika.
Atvinnuleysið bauð þó líka upp á ný
tækifæri, m.a. vegna aðgerða gegn at-
vinnuleysi, og greining á viðtölum okkar
hefur sýnt að viðmælendur hafa tekist á
við námið með allt öðrum hætti en þegar
þeir voru á framhaldsskólaaldri; þeir hafa
58