Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 60

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 60
Gestur Guðmundsson og Hulda Karen Ólafsdóttir því hafi vissulega falist sannleikskjarni en líka ákveðin öfund og minnimáttarkennd sem hafi hamlað eigin bóknámi. Bourdieu og lærisveinar hans hafa túlkað þessi við- brögð sem hluta af þeim rangsnúna skiln- ingi (fr. méconnaissance) sem viðheldur ofurvaldi bóknáms. Með því að segja berin súr sættir refurinn sig við að missa af þeim, og með uppreisn sinni gegn milli- stéttarmótuðum skóla undirbúa verka- lýðsbörnin sig undir að gera illa launaða erfiðisvinnu að ævistarfi (Willis, 1977). En í viðtölunum kemur fram að viðmælendur hafi síðar séð að með þessum hætti hafi þeir kannski gert sjálfum sér ógreiða, og er þetta skýrt dæmi um að fólk sjái fyrri reynslu í nýju ljósi þegar það ákveður að snúa aftur í nám, en slíkt endurmat kallar Beck „ígrundandi afturblik" (e. reflexivity, sjá Gest Guðmundsson, 2012, bls. 123-127). Margir viðmælendur höfðu öðlast stór- eflt sjálfstraust í námi síðustu misseri fyrir viðtölin. Ekki er víst að það endist óbreytt og að allar stórar fyrirætlanir standist, en það hefur skilað þeim langt áfram og veitt þeim öfluga reynslu - og gætt reynslu undanfarinna ára aukinni merkingu. í mörg ár hafði mynd þeirra af eigin lífi markast af ósigrum og uppgjöf, en með því að takast aftur á við nám, með góðum árangri, hefur þessi brotakennda og oft misheppnaða vegferð breyst í lífssögu sem tengir saman fortíð og framtíð, full merk- ingar og fyrirheita. Lífssagan á örugglega eftir að breytast en í henni er öflugur efni- viður í síðari útgáfur, og endurkoma í nám hefur átt snaran þátt í að breyta marghátt- aðri reynslu í slíkan efnivið. Samantekt og umræða Viðmælendur okkar hafa endurmetið frá- sögu sína af brotthvarfi. Ekki þannig að þeir hafni þeirri sögu sem þeir hver fyrir sig sögðu við brotthvarf, heldur hafa þeir komist að því að hún var ekki sagan öll. Langflestir eiga það sameiginlegt að þeim finnst að þeim hafi verið ýtt inn á einhverja braut sem þeir sáu ekki tilganginn í. Fram- haldsskólaár margra einkenndust af tóm- leika og tilraunum til að fylla upp í hann, og jafnmargir segja sögur af einelti og öðr- um félagslegum vanda eða námsörðug- leikum sem voru illyfirstíganlegir þá, ekki síst af því að þeir sáu ekki tilganginn með náminu. Vegferð þeirra eftir brotthvarf einkenn- ist af þeim tækifærum sem ungu ófag- lærðu fólki buðust á tíunda áratugnum og í upphafi nýrrar aldar. Margir piltanna fengu tækifæri til uppgripa í vinnu, en stúlkurnar fóru frekar milli láglaunastarfa og tóku hlé á milli vegna barneigna eða andlegrar vanlíðunar. Athyglisvert er að mörgum viðmælendum tókst að vinna sig upp í krefjandi og sæmilega launuð störf í krafti reynslu og sumpart með hjálp styttri námsbrauta, karlarnir jafnvel strax á tán- ingsaldri en konurnar síðar. Við hrunið 2008 verða þáttaskil hjá flestum: sumir viðmælenda verða atvinnulausir og þeir sjá almennt fram á að frekari frama er ekki að vænta í atvinnulífinu, þar sem einstak- lingar með menntun eiga betri möguleika. Atvinnuleysið bauð þó líka upp á ný tækifæri, m.a. vegna aðgerða gegn at- vinnuleysi, og greining á viðtölum okkar hefur sýnt að viðmælendur hafa tekist á við námið með allt öðrum hætti en þegar þeir voru á framhaldsskólaaldri; þeir hafa 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.