Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 152
Kári Kristinsson, Tinna Dahl Christiansen og Friðrik Eysteinsson
skoðun er ljóst að þeir nota upplýsingar
úr ferilskrám til þess að ákveða hvaða
umsækjendur verðskuldi nánari skoðun,
til dæmis atvinnuviðtal (Thoms o.fl., 1999).
Fræðimenn og sérfræðingar í mann-
auðsmálum eru almennt sammála um að
tvö mikilvægustu atriði ferilskrárinnar séu
upplýsingar um menntun og starfsreynslu
umsækjandans (Knouse, 1994). Sá sem les
ferilskrána reynir að nota upplýsingar um
menntun umsækjandans til þess að máta
árangur í námi við starfskröfur, en upp-
lýsingar um fyrri starfsreynslu gætu þó
verið mikilvægasti liðurinn í ferilskránni.
Lesandinn reynir að bera starfstitla, starfs-
skyldur og ábyrgðarsvið saman við kröfur
starfsins sem umsækjandinn er að sækja
um (Knouse, 1994).
MeÖaleinkunn íferilskrám
Það hvort umsækjanda hentar að setja
meðaleinkunn í ferilskrá ákvarðast af þvf
hver hún er. Með því að setja háa meðal-
einkunn í ferilskrá er mögulegt að stýra
þeim áhrifum sem lesandi hennar verður
fyrir (Thoms o.fl., 1999). Það gæti því verið
gott fyrir umsækjanda að setja inn meðal-
einkunn í þeim tilfellum sem hún er há en
sleppa henni ef hún er lág. Niðurstöður
fyrri rannsókna eru þó misvísandi (Thoms
o.fl., 1999) og ekki er vitað hversu mikils
virði meðaleinkunn er í ráðningarferlinu,
hvort sem hún er há eða lág. Oliphant og
Alexander Iii (1982) báðu starfsmanna-
stjóra að meta ferilskrár þar sem kyn,
aldur, hjúskaparstaða og námsárangur var
mismunandi. Niðurstöður sýndu að fer-
ilskrár sem innihéldu ekki upplýsingar um
námsárangur (meðaleinkunn) voru metn-
ar lægstar með 3,41. Þeir sem voru með
slæman námsárangur voru metnir aðeins
hærra eða með 3,54 á meðan þeir sem voru
með góðan námsárangur voru metnir hæst
með 5,20 (Oliphant og Alexander Iii, 1982).
Út frá niðurstöðum er því ekki ólíklegt að
þeir sem eru með hærri meðaleinkunn séu
metnir betri (Thoms o.fl., 1999).
Niðurstöður rannsóknar Thoms o.fl.
(1999) sýndu að umsækjendur sem voru
með meðalháa meðaleinkunn í ferilskrám
voru oftar valdir en umsækjendur sem
gáfu ekki upp meðaleinkunn. Umsækj-
endur með háa meðaleinkunn í ferilskrám
voru einnig oftar valdir en umsækjendur
með lága meðaleinkunn í ferilskrám.
Rannsóknir sýna að nemendur með háa
meðaleinkunn eru líklegri en nemendur
með lága meðaleinkunn til þess að fá at-
vinnuviðtal. Draga mætti þá ályktun að
þeir nemendur séu því einnig líklegri til að
verða ráðnir; því eru eftirfarandi tilgátur
settar fram:
Tilgáta 5: Umsækjandi með háa meðal-
einkunn (8,5) er líklegri til þess að verða
boðið í atvinnuviðtal en umsækjandi með
lága meðaleinkunn (6,5).
Tilgáta 6: Umsækjandi með háa meðal-
einkunn (8,5) er líklegri til þess að verða
ráðinn en umsækjandi með lága meðal-
einkunn (6,5).
Aðferð
Þátttákendur
Fenginn var listi frá Credit Info þann 26.
maí 2011 yfir 300 stærstu fyrirtæki á íslandi
út frá skráðum starfsmannafjölda. Listinn
var þó ekki tæmandi þar sem ekki eru öll
150