Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 81
Uppeldishugmyndir Rousseaus í kynjafræöilegu Ijósi: Afturhaldssemi, kvenfyrirlitning eöa byltingarkennd framsækni?
boðaði fyrir Sophie. Þótt löngu hafi verið
sagt skilið við hugmyndir um eðlismun,
þá eru lífseigar hefðbundnar staðalmyndir
kynjanna sem eiga rætur í eldri hugmynd-
um eins og Rousseaus um hefðbundin
kynhlutverk. Nú eru uppi kröfur um að
forðast staðalmyndir kynja, og leggja þess
í stað áherslu á næmi fyrir menningar-
legum mismun kynja og áherslu á marg-
breytilegar hugmyndir um karlmennsku
og kvenleika sem eru félagslega mótaðar.
Þetta má gera með ýmsum hætti innan
skólans. Óvenjuleg er til dæmis aðferð
Hjallastefnunar sem aðskilur kynin að
hluta í þeim tilgangi að efla jafnt þroska
beggja kynja og vinna gegn hefðbundnum
staðalmyndum (Guðný Guðbjörnsdóttir,
2007, 2009, 2010; Gerður Bjarnadóttir
og Guðný Guðbjörnsdóttir, 2011; Ásta
Jóhannsdóttir og Kristín Anna Hjálmars-
dóttir, 2011; Gyða Margrét Pétursdóttir,
2012; Þórdís Þórðardóttir, 2012; Margrét
Pála Ólafsdóttir, 2012; Mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið, 2011).
Vonandi ná jafnréttishugmyndir sam-
tímans og jafnréttisstefna menntakerfisins
að flýta fyrir því að kynin fái í raun jöfn
tækifæri til að njóta réttinda sinna og
rækja skyldur sínar bæði í einkalífi og sem
borgarar í síbreytilegu samfélagi. Og von-
andi ná margbreytilegar hugmyndir um
karlmennsku og kvenleika að blómstra í
takt við áhuga og frelsishugmyndir ein-
staklinga og samfélags.
Niðurlag
Umfjöllunin um Emile, þetta 250 ára gamla
uppeldisrit, sýnir að á því eru margar
hliðar og að það er áhugavert innlegg í
umræðuna í dag. Það er von mín að þessi
grein verði til þess að uppeldishugmyndir
Rousseaus verði teknar til endurmats hér
sem annars staðar, þar sem einfaldanir
hafa um of ráðið þeim túlkunum sem hafa
verið ráðandi. Hvað var það nákvæmlega
í menntun Sophie sem átti að betrumbæta
Emile og hvað vantaði í menntun hennar?
Er nú lögð of einhliða áhersla á eflingu
skynsemi í vestrænum skólakerfum fyrir
bæði kyn? Hvað með menntun fyrir einka-
lífið almennt, fræðslu um uppeldis- og
fjölskyldumál, ásamt áherslum á jafnrétti
og siðfræði í samskiptum og samfélagi?
Þetta hefur vafalaust verið mismunandi
eftir skólum og tímabilum og þarfnast
nánari skoðunar.
Hvort sem uppeldishugmyndir Rous-
seaus í Emile eru túlkaðar í ljósi orðræðu
18. aldar um að kynin séu mismunandi
að eðli og eigi því að hafa mismunandi
hlutverk í samfélaginu og fá mismunandi
memitun eða í ljósi nútímaorðræðu um að
þær sýni bæði næmi fyrir hinu kvenlæga
og kvenfyrirlitningu, en ýki eðlislægan
kynjamun og ýti undir hefðbundin kyn-
hlutverk, þá er það niðurstaða höfundar
að bókin Emile hafi ekki verið jafnrétti
kynjanna til framdráttar. Að horfa fram hjá
menntun Sophie og þýðingu hennar fyrir
menntun Emiles hefur haldið einfaldaðri
túlkun á kenningu Rousseaus á lofti, og
vert er að gefa gaum að því. Jafnvel þó að
eðlishyggjuhugmyndir Rousseaus þyki
óviðeigandi nú, og megi liggja í láginni, þá
tekur höfundur undir með Martin (1985)
um að konur eigi rétt á að vita hvernig
menningarsagan er. Það getur til dæmis
hjálpað til við að skilja hvers vegna konum
var víða meinaður aðgangur að háskólum
79