Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 90
Guðrún V. Stefánsdóttir
þess er slíkur stuðningur talinn líklegri
til að efla félagslega þátttöku, vellíðan og
vinnuhæfni fólks með þroskahömlun (Ci-
mera, 2008; Weston, 2002).
Á íslandi hefur tíðni atvinnuþátttöku
fólks með þroskahömlun ekki verið rann-
sökuð áður. Aftur á móti hafa nokkrar
meistaraprófsrannsóknir beinst að at-
vinnumálum fólks með þroskahömlun
en þær hafa byggst á viðtölum við fólkið,
stuðningsaðila þess og vinnuveitendur
(Anna Einarsdóttir, 2000; Margrét Magn-
úsdóttir, 2010; Kristján Valdimarsson,
2003; María Elísabet Guðsteinsdóttir,
2009). Þessar rannsóknir benda til þess að
stuðningur við þennan hóp á vinnumark-
aði sé oft stopull og tilviljunarkenndur. Þá
virðist vera algengt að hann beinist mest að
einstaklingnum og aðstoð við hann í stað
þess að styðja samstarfsfólk eins og gert er
ráð fyrir í hugmyndafræði AMS. Auk þess
kom fram að fatlað fólk hefur lítið val um
atvinnu og er að mjög litlu leyti haft með
í ráðum þegar ákveðið er hvernig hátta
skuli stuðningi við það á vinnustöðum.
Grein þessi byggist á rannsókn sem unn-
in var sumarið og haustið 2012 og beindist
að atvinnuþátttöku útskrifaðra nemenda
frá Háskóla íslands úr starfstengdu dip-
lómunámi fyrir fólk með þroskahömlun.
í greininni er leitast við að varpa ljósi á
það hvernig atvinnuþátttöku fólksins var
háttað og hvernig diplómunámið hefur
nýst því. Þá var sjónum beint að félags-
legri þátttöku fólksins á vinnustöðum og
kannað hvers konar stuðning það telur
best til þess fallinn að stuðla að aukinni
hæfni sinni, vellíðan og félagslegri þátt-
töku á vinnustað.
Aðferð
Stærstur hluti rannsóknarinnar sem hér er
greint frá var unninn samkvæmt eigind-
legri aðferðafræði sem hefur talsvert verið
notuð í rannsóknum með jaðarhópum og
snýst um að öðlast skilning á því hvernig
einstaklingar og hópar skilja og túlka að-
stæður sínar og reynslu (Creswell, 2007).
Þær hafa reynst vel í rannsóknum með
fólki með þroskahömlun og skapað rými
fyrir raddir þeirra og sjónarmið (Atkin-
son, 2004; Guðrún V. Stefánsdóttir, 2008;
Kristín Björnsdóttir, 2009). Gagna var aflað
með eigindlegum rýnihópaviðtölum og
einstaklingsviðtölum. Auk þess voru tekin
símaviðtöl til að afla tölulegra gagna um
það hvar þátttakendur voru að vinna,
hvernig þeir höfðu fengið vinnuna og
hvað þeir voru að gera áður en þeir hófu
diplómunámið. Ekki voru notaðir spurn-
ingalistar, nema í símaviðtölum, heldur
var reynt að öðlast skilning á reynslu
viðmælenda með opnum spurningum
sem byggðar voru á viðtalsramma rann-
sakanda (Creswell, 2007).
Efni rannsóknarinnar, atvinnuþátttaka
útskrifaðra diplómunema, beindist að
ákveðnum hópi og var því ljóst til hvaða
þátttakenda yrði leitað. Um er að ræða
tvo hópa sem hafa útskrifast úr náminu,
annars vegar árið 2009 og hins vegar árið
2011. Byrjað var á því að hringja í alla nem-
endur sem höfðu útskrifast en þeir voru
39 talsins. Þeir samþykktu allir að svara
spurningum í síma. í símaviðtölunum var
athyglinni fyrst og fremst beint að stöðu
fólksins á vinnumarkaði og spurt var
einfaldra spurninga eins og „Hvar ertu að
vinna?" og „Hvernig fékkstu vinnuna?". I
lok símaviðtals voru viðmælendur spurð-