Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 78

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 78
Guðný Guðbjörnsdóttir það sem nú kallast styðjandi kvenleiki eða kvenska (Gyða Margrét Pétursdóttir, 2012). í þriðja lagi má nefna þá sem telja órétt- látt og misvísandi að nota viðmið 20. aldar um jafnrétti við túlkun rits frá 18. öld. Túlkun sem leggur áherslu á að kynin bæti hvort annað upp er flokkuð hér, sbr. t.d. áðurnefnt sjónarmið Jane Roland Martin (1985), að menntun Sophie hafi mikil- vægu hlutverki að gegna fyrir Emile og fyrir menntakenningu Rousseaus þrátt fyrir allt. Einnig má nefna sjónarmið Luce Irigaray (1985) sem kemur Rousseau til varnar á grundvelli hugmynda sinna og mismununarfemínismans um kynjamis- mun, að hann sé næmur á kynjamismun. Hugmyndin um að hjónin ættu að bæta upp hæfileika hvort annars þykir öðrum þó ekki boðleg þar sem það halli of mikið á konur (Lange, 2002, bls. 5). Þar sem þessar hugmyndir þykja ekki sannfærandi fyrir þá heildarhugsun sem Rousseau vildi koma á framfæri í verkum sínum um frelsi, réttlæti, siðfræði og nýjan samfélagslegan sáttmála hefur sú spurning vaknað hvort túlka megi Einile Rousseaus á djúpstæðari hátt með því að líta til fleiri verka hans, eins og framhaldsritsins Emile og Sophie (1994) og til skáldsögu Rousseus Julie, or the new Héloise (1997) sem fjallar um ástina, hjónabandið og fjölskylduna. Susan Moller Okin (2002) hefur sýnt fram á að ef litið er á þessi rit í heild sé ekki aðeins ljóst að örlög kvenpersóna Rousseaus eru dapurleg, hvort sem litið er til Sophie eða Julie, heldur sé ljóst að ætlunarverk hans með menntun Emiles tókst ekki heldur að öllu leyti. Markmiðið að gera hann að nátt- úrulegum sjálfstæðum karlmanni náðist, en ekki það að gera hann að eiginmanni, föður og siðferðilega ábyrgum borgara. Hvorki Sophie né Julie náðu að samsama sig hinu tvíþætta eðli sínu og hlutskipti að vera bæði heilar og heiðvirðar eiginkonur og að vera aðlaðandi og tælandi og vegna sinnar takmörkuðu menntunar að vera al- gjörlega háðar mati annarra á þeim sjálf- um. Þær hlutu báðar dapurleg örlög: „Ro- usseau leyfir karlmanninum að minnsta kosti að verða annaðhvort einstaklingur eða siðaður borgari. Hann leyfir konunni hvorugt" (Okin, 2002, bls. 110). Ut frá þessari túlkun tókst Rousseau ekki það ætlunarverk sitt að ala upp heil- steypta einstaklinga og siðaða borgara. Taka má þá niðurstöðu enn lengra og spyrja hvað vaki fyrir Rousseau með því að láta sína eigin kenningu ekki ganga upp í sínum eigin verkum. Skipbrot persón- anna hljóti að kalla fram spurningar um aðra valkosti, annars konar menntun og/ eða annars konar samfélag. Var hann þá að segja að ekki væri hægt að mennta heil- steypta einstaklinga í spilltu samfélagi, eða að það væri þjóðfélagið sem réði úr- slitum en ekki menntunin? Því er alls ekki víst að Rousseau hafi talið að hefðbundið karlveldi hans tíma, með konurnar inni á heimilunum, væri framtíðin. Ef til vill hafi Rousseau í raun verið að boða nýja sýn á samfélagið fyrir konur líka með því að láta hugmyndir sínar alls ekki ganga upp. Nýja sýn á karlmennsku og kvenleika sem krafðist annars konar menntunar og samfélags. Ef til vill var hann að benda á að konur yrðu sjálfar að verða nýtt upphaf að pólitísku afli, sem ætti eftir að nýtast í þeirri stjórnmálabaráttu sem þyrfti að heyja, ekki síst þeirra vegna (Morgenstern, 1995).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.