Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 133
Líðan, félagsleg tengsl og þátttaka nemenda í 5.-7. bekk grunnskóla í frístundastarfi
7. tafla Hversu oft reynirþú á þig likamlega þannig að þú verður móð/ur eða svitnir?
Reyna á sig líkamlega Eingöngu íslenska og annað Eingöngu annað
islenska töluð móðurmál talað móðurmál en islenska
á heimili á heimili talað á heimili
Aldrei 5,2% 9,8% 23,4%
Sjaldnar en einu sinni í mánuði 5,4% 8,9% 11,5%
1-3x i mánuði 6,2% 7,9% 9%
1-2x i viku 15,4% 17% 16,8%
3x í viku 20,7% 19,5% 13,1%
4x i viku eða oftar 47,1% 36,9% 26,2%
talað. Sjá nánar í 7. töflu. Einnig var spurt
hversu mikið nemendurnir æfðu, þau sem
voru skráð í íþróttum. Að mæta á æfíngar
þrisvar sinnum í viku eða oftar á við um
67,8% barna þar sem eingöngu íslenska er
töluð heima, 56,4% barna þar sem íslenska
og annað móðurmál er talað og 39,3%
barna þar sem eingöngu annað móðurmál
en íslenska er talað heima.
Aö hætta i íþróttum: I könnuninni var
spurt um áhrif ýmissa þátta á þá ákvörðun
barnanna að hætta í íþróttum. Helmingur
barna eða 50% þátttakenda frá heimilum
þar sem eingöngu íslenska er töluð, seg-
ist hafa hætt að æfa af því að þau misstu
áhugann. 46,8% barna þar sem íslenska
auk annars móðurmáls er töluð heima
hættu að æfa íþróttir vegna áhugaleysis
og 44,8% barna frá heimilum þar sem
eingöngu annað móðurmál er talað. Með
öðrum orðum segjast böm á heimilum
þar sem eingöngu íslenska er töluð frekar
hætta í íþróttum vegna skorts á áhuga en
börn í hinum tveim hópunum. 18. töflu má
sjá svör þeirra við því hverju kostnaður
réð um að hætta að æfa íþróttir.
Kostnaður skipti máli þegar hætt var að
stunda tiltekna iþrótt að sögn 37,5% barna
á heimilum þar sem eingöngu annað móð-
urmál en íslenska er talað, hjá 29,7% barna
á heimilum þar sem íslenska er töluð auk
annars móðurmáls og hjá 21,7% barna frá
heimilum þar sem eingöngu íslenska er
töluð. Með öðrum orðum, það eru meiri
líkur á að börn sem búa á heimili þar sem
annað móðurmál en íslenska er talað hætti
8. tafla: Ef þú hefur e-n tíma hætt að stunda iþróttir meö íþróttafétagi, hversu miklu máli skipti: Kostnaður
(ofdýrt)?
Áhrif kostnaðar á að hætta i íþróttum Eingöngu islenska töluð á heimili íslenska og annað móðurmál talað á heimili Eingöngu annað móðurmál en islenska talað á heimili
Skiptir mjög miklu máli 12,9% 18,6% 24,1%
Skiptir frekar miklu máli 8,8% 11,1% 13,4%
Skiptir frekar litlu máli 8,6% 9,1% 12%
Skiptir mjög litlu máli 12,4% 12,7% 14,8%
Á ekki við um mig 57,3% 48,6% 35,6%
131