Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 96
Guðrún V. Stefánsdóttir
töldu að þeir réðu ekki við þau. Auk þess
kom fram að stundum þóttu verkefnin í
starfsnáminu ekki nægilega ögrandi og
nokkrir upplifðu vantraust á störf sín.
Rannsóknir benda til þess að viðhorf til
fólks með þroskahömlun hafi oft þau áhrif
að fötluðu fólki sé síður treyst en ófötluðu
fólki til að bera ábyrgð á vinnustað (Smith,
o.fl., 2004). Unga fólkið var þó sammála
um að starfsnámið hefði verið mikil-
vægt og lýsingin hér á eftir er dæmigerð
fyrir það: „Ég lærði að vinna með börnum,
lærði að leika við þau og aðstoða þau og
það hjálpaði mér mikið þegar ég fór að
vinna í leikskóla eftir útskrift." Ungur
maður sem hafði starfað á bókasafni áður
en hann hóf diplómunámið hafði svipaða
reynslu. Starfsnámið nýttist honum vel
í starfi á bókasafni eftir útskrift því að í
kjölfarið fékk hann fjölbreyttari verkefni.
Aðrir höfðu svipaðar sögu að segja, þeir
töldu að starfsnámið hefði átt þátt í að efla
þá og hjálpað þeim til að komast að niður-
stöðu um hvað þeir vildu taka sér fyrir
hendur í framtíðinni.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til
þess að diplómunámið skipi jákvæðan sess
í hugum þátttakenda og að það hafi nýst
flestum í starfi. Þátttakendur voru einnig
sammála um að starfsnámið, sem spannar
um helming námsins, hefði verið afar
gagnlegt. Stærsti ávinningurinn af nám-
inu virðist þó felast í auknu sjálfstrausti
og sjálfsvirðingu útskrifuðu nemanna
sem flestir tengdu reynslu af félagslegri
þátttöku í háskólaumhverfinu og á starfs-
námsstöðum. í erlendum og innlendum
rannsóknum á námi fyrir fólk með þroska-
hömlun í háskóla benda niðurstöður til
þess að sjálfsmynd, sjálfsálit og sjálfstraust
nemendanna hafi aukist við virka þátttöku
bæði innan sem utan veggja skólans (Guð-
rún V. Stefánsdóttir og Vilborg Jóhanns-
dóttir, 2011; O'Brien o.fl., 2009; Hart o.fl.,
2006; Uditsky og Hughson, 2012).
Val á atvinnu, stuðningur og
félagsleg prítttaka á vinnustað
Hér á eftir verður sjónum beint að reynslu
og upplifun útskrifaðra diplómunema af
atvinnu þann tíma sem liðinn er frá út-
skrift. Fjallað er um hvort eða hvernig
þátttakendur höfðu val þegar kom að at-
vinnu og hvernig þeir upplifðu stuðning
og félagslega þátttöku á vinnustað.
Val rí atvinnu. Rannsóknir benda til þess
að það skipti miklu máli að geta valið sér
starfsvettvang og vera í áhugaverðu starfi
(Anna Einarsdóttir, 2000; Cimera, 2008;
Lilja Össurardóttir, 2010; Margrét Magn-
úsdóttir, 2010). Skipta má þátttakendum í
þrjá hópa hvað varðar atvinnuþátttöku. í
fyrsta lagi voru það þeir sem fengu starf
á því sviði sem námið menntaði þau til
eða í leikskólum, á frístundaheimilum,
bóksöfnum eða á vettvangi fatlaðs fólks. I
öðru lagi voru það þeir sem fengu vinnu á
almennum vinnumarkaði við önnur störf
og í þriðja lagi þeir sem voru að vinna á
vernduðum vinnustöðum (sjá nánar 1.
töflu). Þátttakendur í rannsókninni voru
á einu máli um að það væri ákjósanlegast
að þeir gætu sjálfir valið sér starfsvett-
vang. Þrátt fyrir væntingar og óskir flestra
þátttakenda um að fá starf á því sviði sem
námið beindist að fékk um helmingur
hópsins ekki þá ósk sína uppfyllta. Sá
hópur hafði haft lítil eða engin áhrif á val á
atvinnu. í þeim tilvikum fundu ættingjar,