Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 91
Atvinnuþátttaka fólks meö þroskahömlun sem lokið hefur starfstengdu diplómunámi frá Háskóla Islands
ir hvort þeir væru fúsir til að taka þátt í
rýnihópaviðtölum og ræða frekar um at-
vinnuþátttöku sína. Flestir voru tilbúnir til
þess en vegna aðstæðna, m.a. vegna þess
að þetta var að sumri til, urðu þeir sem
tóku þátt í rýnihópaviðtölunum að lokum
22. Auk þeirra féllust sex á að taka þátt í
einstaklingsviðtölum en þeir tóku ekki
þátt í rýnihópaviðtölunum. Þátttakendur í
þeim hluta rannsóknarinnar urðu því alls
28. Þátttakendur eru af báðum kynjum
og á aldrinum 23 til 42 ára og búa flestir á
höfuðborgarsvæðinu.
Hópnum var skipt í sex rýnihópa og hitt-
ist hver hópur einu sinni, 60-80 mínútur
í senn. Rýnihópaviðtölin fóru fram í hús-
næði Menntavísindasviðs. Þau voru tekin
upp á stafrænt upptökutæki og afrituð
orðrétt. Með rýnihópaviðtölum er hægt að
fá miklar upplýsingar á skömmum tíma, til
dæmis um mismunandi upplifun fólks og
ólíkar skoðanir þess og sjónarmið (Sóley
Bender, 2003) og sú varð raunin í þessari
rannsókn. Undirbúningur fyrir rýnihópa-
og einstaklingsviðtölin fólst meðal annars
í því að búa til atriðalista sem síðan varð
að viðtalsramma sem breyttist eftir að
viðtölum fjölgaði. Sjónum var m.a. beint
að upplifun nemanna af náminu, reynslu
þeirra af atvinnuþátttöku og hvernig þeir
upplifðu stuðning og félagslega þátttöku
á vinnustað. Þessi undirbúningur var sér-
staklega mikilvægur þar sem fleiri en einn
rannsakandi tók viðtölin.
Auk símaviðtala og rýnihópaviðtala
voru tekin sex einstaklingsviðtöl við út-
skrifaða diplómunema. Notaður var sams
konar viðtalsrammi og í rýnihópaviðtöl-
unum. Viðtölin tóku frá 20 mínútum og
upp í eina og hálfa klukkustund og voru
þau tekin upp á stafrænt upptökutæki og
síðan afrituð orðrétt. Viðtölin voru ýmist
tekin í skrifstofuhúsnæði Menntavísinda-
sviðs eða heima hjá fólkinu.
Rýnihópaviðtölin og einstaklingsviðtöl-
in voru greind með einfaldri þemagrein-
ingu sem oft er kennd við fyrirbærafræði
(Crewell, 2007). Leitað var eftir síendur-
teknum hugmyndum og athöfnum sem
birtust í samtölum og frásögnum þátttak-
enda og leitast var við að skoða hvernig
frásagnirnar mynduðu heilsteypta lýsingu
á því hvernig viðmælendur upplifðu
ákveðin fyrirbæri, þ.e. atvinnuþátttöku
sína.
í rannsóknum með fólki með þroska-
hömlun standa rannsakendur oft frammi
fyrir ýmsum siðferðilegum áskorunum og
álitamálum. Eitt af grundvallaratriðunum
í siðferði rannsókna er upplýst samþykki.
Það felur í sér rétt þeirra sem eru rannsak-
aðir til að vita að verið sé að rannsaka þá
og hvað felist í þátttökunni í rannsókninni
(Bogdan og Biklen, 2003). í rannsóknar-
vinnunni var lögð áhersla á að upplýsa
þátttakendur um fyrrgreinda þætti og
útbúið var sérstakt eyðublað sem allir
skrifuðu undir. Með því staðfestu viðmæl-
endur að þeir tækju þátt í rannsókninni
af fúsum og frjálsum vilja og enn fremur
að þeir gerðu sér grein fyrir að þeir gætu
hætt við þátttöku á öllum stigum rann-
sóknarinnar. Þá var einnig reynt að tryggja
nafnleynd og trúnað við þátttakendur eins
og kostur var en slíkt er talið mikilvægt í
rannsóknum með viðkvæmum hópum
(Stalker, 1998). Nemendur sem stundað
hafa diplómunám hafa tilheyrt ákveðn-
um hópi innan háskólasamfélagsins og
eru þeir því auðþekkjanlegir. Til þess að