Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 91

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 91
Atvinnuþátttaka fólks meö þroskahömlun sem lokið hefur starfstengdu diplómunámi frá Háskóla Islands ir hvort þeir væru fúsir til að taka þátt í rýnihópaviðtölum og ræða frekar um at- vinnuþátttöku sína. Flestir voru tilbúnir til þess en vegna aðstæðna, m.a. vegna þess að þetta var að sumri til, urðu þeir sem tóku þátt í rýnihópaviðtölunum að lokum 22. Auk þeirra féllust sex á að taka þátt í einstaklingsviðtölum en þeir tóku ekki þátt í rýnihópaviðtölunum. Þátttakendur í þeim hluta rannsóknarinnar urðu því alls 28. Þátttakendur eru af báðum kynjum og á aldrinum 23 til 42 ára og búa flestir á höfuðborgarsvæðinu. Hópnum var skipt í sex rýnihópa og hitt- ist hver hópur einu sinni, 60-80 mínútur í senn. Rýnihópaviðtölin fóru fram í hús- næði Menntavísindasviðs. Þau voru tekin upp á stafrænt upptökutæki og afrituð orðrétt. Með rýnihópaviðtölum er hægt að fá miklar upplýsingar á skömmum tíma, til dæmis um mismunandi upplifun fólks og ólíkar skoðanir þess og sjónarmið (Sóley Bender, 2003) og sú varð raunin í þessari rannsókn. Undirbúningur fyrir rýnihópa- og einstaklingsviðtölin fólst meðal annars í því að búa til atriðalista sem síðan varð að viðtalsramma sem breyttist eftir að viðtölum fjölgaði. Sjónum var m.a. beint að upplifun nemanna af náminu, reynslu þeirra af atvinnuþátttöku og hvernig þeir upplifðu stuðning og félagslega þátttöku á vinnustað. Þessi undirbúningur var sér- staklega mikilvægur þar sem fleiri en einn rannsakandi tók viðtölin. Auk símaviðtala og rýnihópaviðtala voru tekin sex einstaklingsviðtöl við út- skrifaða diplómunema. Notaður var sams konar viðtalsrammi og í rýnihópaviðtöl- unum. Viðtölin tóku frá 20 mínútum og upp í eina og hálfa klukkustund og voru þau tekin upp á stafrænt upptökutæki og síðan afrituð orðrétt. Viðtölin voru ýmist tekin í skrifstofuhúsnæði Menntavísinda- sviðs eða heima hjá fólkinu. Rýnihópaviðtölin og einstaklingsviðtöl- in voru greind með einfaldri þemagrein- ingu sem oft er kennd við fyrirbærafræði (Crewell, 2007). Leitað var eftir síendur- teknum hugmyndum og athöfnum sem birtust í samtölum og frásögnum þátttak- enda og leitast var við að skoða hvernig frásagnirnar mynduðu heilsteypta lýsingu á því hvernig viðmælendur upplifðu ákveðin fyrirbæri, þ.e. atvinnuþátttöku sína. í rannsóknum með fólki með þroska- hömlun standa rannsakendur oft frammi fyrir ýmsum siðferðilegum áskorunum og álitamálum. Eitt af grundvallaratriðunum í siðferði rannsókna er upplýst samþykki. Það felur í sér rétt þeirra sem eru rannsak- aðir til að vita að verið sé að rannsaka þá og hvað felist í þátttökunni í rannsókninni (Bogdan og Biklen, 2003). í rannsóknar- vinnunni var lögð áhersla á að upplýsa þátttakendur um fyrrgreinda þætti og útbúið var sérstakt eyðublað sem allir skrifuðu undir. Með því staðfestu viðmæl- endur að þeir tækju þátt í rannsókninni af fúsum og frjálsum vilja og enn fremur að þeir gerðu sér grein fyrir að þeir gætu hætt við þátttöku á öllum stigum rann- sóknarinnar. Þá var einnig reynt að tryggja nafnleynd og trúnað við þátttakendur eins og kostur var en slíkt er talið mikilvægt í rannsóknum með viðkvæmum hópum (Stalker, 1998). Nemendur sem stundað hafa diplómunám hafa tilheyrt ákveðn- um hópi innan háskólasamfélagsins og eru þeir því auðþekkjanlegir. Til þess að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.