Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 100
Guðrún V. Stefánsdóttir
Hún missti af óvissuferðinni: „Mér fannst
það svolítið svona leiðinlegt að enginn
hafði látið mig vita. Maður þurfti að skrá
sig og svo þurfti að borga. Ég hefði alveg
viljað fara með en ég var ekkert látin vita."
Annar þátttakandi hafði svipaða sögu
að segja en hann hitti samstarfsfólk sitt
lítið fyrir utan vinnu: „Það þarf stundum
að setja nafnið sitt á einhvern lista og ég
skil þá ekki." Bent hefur verið á að starfs-
ánægja fólks með þroskahömlun eins og
allra annarra tengist þátttöku í félagslífi á
vinnustað (Cimera, 2008; Margrét Magn-
úsdóttir, 2010). Fólk með þroskahömlun
þarf oft stuðning við félagsleg samskipti.
í því samhengi hefur verið bent á að ákjós-
anlegt sé að ákveðinn vinnufélagi styðji
fólkið ekki bara í sambandi við verkefni
tengd vinnunni heldur líka í félagslegum
samskiptum og hvetji það til að taka þátt í
viðburðum utan vinnu (Anna Einarsdóttir,
2000).
Nokkrir af þátttakendum í rannsókn-
inni starfa á vernduðum vinnustöðum.
I niðurstöðum kemur fram að þeir hafa
minni tækifæri til að hitta vinnufélagana
fyrir utan vinnu en þeir sem starfa á al-
mennum vinnumarkaði. Svo virðist sem
þessi hópur sé félagslega einangraður en
rannsóknir hafa bent til að fólk sem starfar
á vernduðum vinnustöðum búi oft við
mikla einangrun frá samfélaginu (Anna
Einarsdóttir, 2000; Kristín Björnsdóttir,
2009). Niðurstöður rannsóknarinnar sem
hér er fjallað um styðja þetta.
Þrátt fyrir dæmi um neikvæða upp-
lifun diplómunema af félagslegri þátttöku
á vinnustöðum sýna niðurstöður rann-
sóknarinnar að í flestum tilfellum hafi
samstarfið á vinnustöðum gengið vel og
að samstarfsfólk hafi verið tilbúið að veita
stuðning ef til þess var leitað.
Samantekt og niðurlag
í greininni var leitast við að varpa ljósi á
það hvernig atvinnuþátttöku útskrifaðra
diplómunema er háttað og hvernig námið
nýtist fólkinu. Þá var sjónum beint að
félagslegri þátttöku þeirra á vinnustað
og hvernig stuðningi við þá hefur verið
háttað. I niðurstöðum rannsóknarinnar
kemur fram mikilvægi atvinnuþátttöku
fyrir fólkið og að fá tækifæri til að vera
í starfi sem það hefur sjálft valið sér og
hefur áhuga á. Ávinningur diplómunáms-
ins fyrir atvinnuþátttöku útskrifaðra nema
birtist í því að ríflega helmingur hópsins
var með atvinnu sem tengist viðfangsefn-
um námsins og rúm 70% hópsins í starfi á
almennum vinnumarkaði. Auk þess virð-
ist námið hafa aukið nemendum sjálfs-
traust og sjálfsvirðingu sem ætla má að
nýtist þeim vel á vinnumarkaði. Þó að ekki
sé hægt að fullyrða út frá niðurstöðum
rannsóknarinnar að þessir þættir hafi haft
afgerandi áhrif á atvinnuþátttöku er margt
sem bendir til að með auknu sjálfstrausti
og sjálfsvirðingu aukist hæfnin til að tak-
ast á við ögrandi verkefni á vinnumarkaði
eins og í lífinu almennt (O'Brien o.fl., 2009;
Hart o.fl., 2006; Uditsky og Hughson,
2012). Þá kom fram að þátttakendur töldu
að starfsnámið á námstímanum hefði und-
irbúið þá vel fyrir þátttöku á almennum
vinnumarkaði og aukið atvinnumöguleika
hjá mörgum þátttakendum. Þrátt fyrir
þessar jákvæðu niðurstöður kom einnig
fram að auka þyrfti stuðning við nem-
endur í náminu, ekki síst starfsnámi, og
98