Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 172
Þórdís Þórðardóttir
og þeir höfðu meiri ánægju af að skoða
blöð en telpur, x2 = 7,112, p < 0,05. Einnig
kom fram mikill einstaklingsmunur á
uppáhaldsbókum barna en foreldrar 72
barna nefndu alls 67 titla, nánast einn á
barn.
Hljóðbækur voru á 87% heimilanna.
Eign þeirra sést á 5. mynd.
22
Engin 1-5 6-10 11-20 21-30 Fleiri en 30
hljóðbók hljóðbækur hljóðbækur hljóðbækur hljóðbækur hljóðbækur
5. mynd. Fjöldi hljóðbóka fyrir börn á heimilum þátt-
takenda
5. mynd sýnir svör foreldra um fjölda
hljóðbóka á heimilum en sjaldnar er hlut-
stað á þær en upplestur foreldra. Aðeins 15
(17%) foreldrar sögðu börn sín hlusta alltaf
eða nær alltaf á hljóðbækur fyrir svefninn
en um helmingur taldi þau hlusta lítið á
þær.
Rökforeldrnfyrir mikilvægi upplestrarfyrir
böru. Foreldrar voru beðnir að rökstyðja
hvers vegna þeir telji lestur mikilvægan
eða lítilvægan fyrir börn sín. Foreldrar 74
barna (91%) svöruðu þessari spurningu og
sumir nefndu nokkur atriðanna í 3. töflu
þar sem tilgreint er hversu margir for-
eldrar nefndu hvert atriði.
Á spurningum um mat foreldra á
mikilvægi þýddra barnabóka og íslenskra
barnabóka voru svarmöguleikar á bilinu
1-7. Marktækur munur kom fram eins og
sést í 4. töflu.
3. tafla. Rök foreldra fyrir mikilvægi upplestrar fyrir
börn
Rök Fjöldi
Eflir málþroska, eykur oröaforöa, málskilning og samtalsfærni 51
Skapar tengsl og nánd 35
Eykur skilning og fræöir 21
Skapar næmi fyrir ööru fólki, menningu og umhverfi 14
Er undirbúningur undir lestrarnám 12
Er skapandi og skemmtilegt 12
Eflir ímyndunarafl 10
Eflir þroska barna 10
Þjálfar hlustun, einbeitingu og þolinmæöi 7
Skapar barni ró og velliðan 7
Veitir siöaboðskap 5
Lærir erlent móöurmál 4
Eflir rökhugsun 3
Þróar sjálfsmynd 2
í 4. töflu sést að meðalgildin eru há sem
bendir til mikillar áherslu foreldranna á
þessar tegundir barnabóka. Foreldrarnir
lögðu meiri áherslu á vægi íslenskra en
þýddra barnabóka og menntun þeirra
virtist hafa haft áhrif á mat þeirra á mikil-
vægi þeirra.
Sjónvarps- og mynddiskadhorf
barna d heimilum
Spurt var um hversu oft og lengi börnin
horfðu á sjónvarp og mynddiska, með
hverjum þau horfðu, hvert væri uppá-
haldsefni þeirra og hve mikilvæga eða
lítilvæga foreldrar teldu þessa miðla vera
fyrir börnin. Allir foreldrar, að einu und-
anskildu, sögðu börn sfn horfa á sjónvarp
og algengast var að þeim þætti gaman að
horfa á sjónvarp með móður sinni (84%).