Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 173
Aðgengi 4-5 ára leikskólabarna að barnabókum og stafrænum miðlum á heimilum sínum
4. taf la. Munur á mati foreldra á mikilvægi þýddra og islenskra barnabóka
Mikilvægi þýddra barnabóka Meðalgildi Staðalfrávik F P
Á heimilum háskólamenntaðra foreldra 5,78 1,38
Á heimilum framhaldskólamenntaðra foreldra 5,72 1,69
Á heimilum ófaglærðra foreldra 4,57 2,13.
F(2,87) =3,916 <0,005
Mikilvægi íslenskra barnabóka Meðalgildi F P
Á heimilum háskólamenntaðra foreldra 6,40 0,93
Á heimilum framhaldskólamenntaðra foreldra 5,94 1,69
Á heimilum ófaglærðra foreldra 4,57 2,13
F(2,87) = 7,897 <0,001
Flestum börnum fannst einnig gaman að
horfa með föður sínum (78%) og systk-
inum (70%). Mörg börn (63%) nutu þess
að horfa eitt í friði á sjónvarp og eyddu
drjúgum tíma fyrir framan það eins og sjá
má á 6. mynd.
50,6
Daglega Sjaldnar
4-6 x i viku 1-3 x í viku
6. mynd. Mat foretdra á tiöni sjónvarpsáhorfs barna
6. mynd sýnir að helmingur foreldra
taldi sitt barn horfa daglega á sjónvarp
og 36% horfa 4-6 daga í viku. Fleiri börn
horfðu á sjónvarp daglega eða 4-6 sinnum
í viku en hlustuðu á foreldra sína lesa upp-
hátt (sjá 1. mynd). Misjafnt er hversu lengi
börnin horfðu á sjónvarp í senn eins og
sést á 7. mynd.
7. mynd sýnir að tveir þriðju hlutar for-
eldranna töldu börn sín horfa á sjónvarp
frá hálftíma til klukkustundar í senn og
nær þriðjungur taldi þau horfa lengur en
Klukkustund og Hálftimj - klukkust.
lengur 20-30 tnin. Nrestum ekkert
7. mynd. Mat foreldra á tímalengd sjónvarps áhorfs
barna
klukkustund í senn. Þegar áhorf á sjón-
varp er borið saman við upplestra fyrir
börnin sést að þau horfa lengur á sjónvarp
en að hlusta á bækur lesnar upphátt (sjá 2.
mynd).
Foreldrar nefndu 25 mismunandi sjón-
varpsþætti sem uppáhaldssjónvarpsefni
barna sinna. Að mati þeirra var Latibær
í uppáhaldi flestra eða 14 telpna og 7
drengja. Stundin okkar var talin vera í upp-
áhaldi hjá 12 telpum og 6 drengum. Dóra
landkönnuður var sögð uppáhaldsefni 10
telpna og 5 drengja, Disney-stundin var í
uppáhaldi hjá 5 drengjum og 2 telpum og
Gló magnaða var uppáhaldsefni 5 telpna.
Aðrir sjónvarpsþættir voru tilgreindir
einu sinni eða tvisvar. Ahugavert er að
foreldrarnir virtust reiðubúnari að nefna
171