Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 178
Þórdts Þórðardóttir
Á 13. mynd kemur vel fram hversu skýr
munur er á milli klasanna. Þar má einnig
sjá hvernig fjölskyldur raðast í klasa eftir
kyni barna, uppruna, menntun mæðra,
lestrarvenjum, sjónvarps- og mynddiska-
áhorfi og tölvunotkun í hverjum klasa
fyrir sig
í klasa I. Alætur, röðuðust foreldrar
(14%) sem leggja áherslu á að börnin hafi
mikið og fjölbreytt aðgengi að barnaefni.
Meiri hluti barna í þessum fjölskyldum
eru drengir eða 9/12.
Klasi II. Áhersla á sjónvarpsáhorf, er
stærstur. Þar röðuðust 32% þátttakenda.
Fjölskyldur í þessum klasa skáru sig úr
fyrir dræmari notkun á öllu barnaefni
nema sjónvarpsþáttum. Þetta kom fram
þegar sjónvarpsáhorfið var skoðað sér-
staklega.
í klasa III. Bókiðja og prinsessuævintýri,
eru 17% þátttakenda. Klasinn samanstend-
ur af fjölskyldum sem leggja áherslu á at-
hafnir tengdar bóklestri og lesa aðallega
prinsessuævintýri fyrir börn sín. í þessum
klasa eru telpurnar fleiri eða 11/14.
í klasa IV. Bókhneigð, eru 21% þátttak-
enda. Þetta fólk er í bókhneigðum fjöl-
skyldum sem leggja litla áherslu á tölvur
og teiknimyndir en mikla áherslu á lestur
sígildra bókmennta. Telpur eru fleiri
(11 /17) í þessum fjölskyldum en drengir.
I klasa V. Mikil áhersla á teiknimyndir og
tólvur, eru flestar fjölskyldur drengja eða
10/12. Þessar fjölskyldur (14%) leggja
mesta áherslu á teiknimyndir og tölvur
fyrir börnin.
Ábendingar foreldra varðandi barnaefni. í
lok spurningalistans voru foreldrar beðnir
að bæta við áður komnar upplýsingar og
52 urðu við þeirri bón. Þeir höfðu fyrst og
fremst áhyggjur af miklu ofbeldi í barna-
efni, óvönduðu barnaefni, slæmum þýð-
ingum á alþjóðlegu afþreyingarefni og því
virðingarleysi sem börnum væri sýnt með
offramboði á illa unnu og ljótu barnaefni,
einkum í sjónvarpi. Nefndir voru ýmsir
fyrirvarar sem þeir vildu hafa við sjón-
varpsáhorf og tölvunotkun barna sinna
þótt þeir teldu að börnin gætu nýtt sér báða
miðlana á jákvæðan hátt. Helstu fyrirvar-
arnir voru tímastjórnun og ritskoðun á
sjónvarpsáhorfi og tölvunotkun barnanna.
Fram kom að mikilvægt væri að vanda
val á því efni sem börn hefðu aðgang að.
Fimm foreldrar nefndu sérstaklega að
huga þyrfti að kynjaslagsíðu í barnaefni en
þeir áttu allir börn í Kynjaborg. Aðrir töldu
mikilvægt að barnaefni innihéldi siðferði-
legan boðskap og nokkrum þótti mikil-
vægt að barnaefni uppfyllti fagurfræðileg
skilyrði. Tveir nefndu að stundum þyrfti
að leita eldri barnabóka til að uppfylla þær
listrænu kröfur sem þeir gerðu til barna-
bóka. Nokkrir foreldrar nefndu að bækur
og lestur væru mikilvægari en sjónvarp og
tölvur í lífi barna þeirra.
Samantekt og umræða
Niðurstöður könnunarinnar sýna að börn
þessara foreldra hafa greiðan aðgang að
fjölbreyttu barnaefni á heimilum sínum
og líklegt er að það ýti undir læsi í þeim
víða skilningi sem lagður er í hugtakið í
aðalnámskrá leikskóla (2011) vegna þess að
börn á þessum aldri bera inntakið saman
við raunverulega reynslu og gefa því
merkingu (Þórdís Þórðardóttir, 2012b).
Þótt foreldrarnir væru sammála um mikil-
vægi bóka fyrir börnin umfram aðra miðla