Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 97
Atvinnuþátttaka fólks með þroskahömlun sem lokið hefur starfstengdu diplómunámi frá Háskóla Islands
AMS eða fagfólk vinnu fyrir þátttakendur
og tóku ákvörðun fyrir þeirra hönd. Þegar
kom að því að útskýra niðurstöðuna fyrir
þátttakendum var þeim oftast sagt að aðra
vinnu væri ekki hægt að fá. í hinum helm-
ingi hópsins voru þeir sem höfðu sjálfir
valið sér vinnu eða verið hafðir með í ráð-
um þegar fundin var atvinna fyrir þá. Þeir
voru allir að vinna á því sviði sem tengist
viðfangsefni diplómunámsins þegar rann-
sóknin var gerð. Áberandi var að þeir sem
höfðu fengið störf á þessum vettvangi
lýstu flestir yfir ánægju með vinnustaði
sína og voru mun ánægðari með atvinnu
sína en hinn hópurinn.
Eins og fram kemur í 1. töflu eru sjö
þátttakendur að vinna á almennum
vinnumarkaði við önnur störf en þau sem
diplómunámið menntaði þau til. Þeir hafa
flestir fengið vinnu í gegnum AMS. Ekki
voru allir sáttir við hvernig staðið hafði
verið að því að útvega þeim vinnu. Sem
dæmi má nefna ungan mann sem talaði
um að oft væri ekki úr mörgu að velja en
eins og hann lýsir hér var hann skyndilega
kominn með starf sem hann óskaði ekki
sjálfur eftir:
Stundum er maður kannski búinn að segja að
maður vilji ekki vinna í búð eða eitthvað en fær
svo bara vinnu í búð, þá getur maður ekkert sagt
nei. Þá fer maður bara aftast á listann aftur.
Svipaða sögu sagði ung kona sem fékk
vinnu sem hún hafði Iítinn áhuga á. Henni
líkaði ekki í vinnunni og tók þá ákvörðun
að hætta. Hún sagði:
Ég bara hafði ekki áhuga á þessu lengur, þetta var
ekki fyrir mig. Ég sagði bara við þann sem sér um
mig hjá AMS, ég ætla ekki að vinna þarna lengur
og sagði upp. Ég vil bara reyna að tengja betur
það sem ég var að læra í náminu.
Unga konan var í kjölfar uppsagnarinn-
ar lengi atvinnulaus en fékk síðan annað
starf í gegnum AMS sem tengist ekki
heldur áhugasviði hennar. Þó að flestir
hafi haft atvinnu á þeim tíma sem rann-
sóknin var gerð, kom fram að það hafði oft
tekið langan tíma að fá vinnuna. Bið eftir
atvinnu, óvissa sem því fylgdi og lítið val
virðist líka hafa haft það í för með sér að
fólkið vantreysti kerfi eins og AMS. Sam-
kvæmt nútímalegum áherslum í atvinnu
með stuðningi er miðað að því að fólkið
sé sjálft við stjórnvölinn í öllu atvinnuferl-
inu og á það ekki síst við um atvinnuleit
(Wehman, Brooke og Inge, 2003). Sam-
kvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar
höfðu starfsmenn AMS lítið samráð við
viðmælendur og aðeins í einu tilviki var
viðkomandi hafður með í ráðum.
Það þarf ekki að koma á óvart að þeir
þátttakendur sem ekki höfðu haft tæki-
færi til að velja sér atvinnu heldur þurftu
að taka því sem þeim bauðst voru síður
ánægðir í vinnunni en hinir sem höfðu
haft áhrif á val á starfsvettvangi. Óánægja
þeirra kom meðal annars fram í því að þau
töldu vinnuna einhæfa, ekki voru gerðar
nægilegar kröfur til þeirra og þeim leidd-
ist í vinnunni. Þetta kom ekki síst fram
hjá þeim sem voru að vinna á vernduðum
vinnustöðum eða hæfingarstöðvum. Ung
kona sagði: „Það er ekkert að gerast, mig
langar í meira að gera í vinnunni, nenni
ekki að hanga." í niðurstöðum kom einnig
fram að meirihluti þeirra sem vinnur á
vernduðum vinnustað hafði áhuga á að
skipta um vinnu og hugur þeirra flestra
stóð til að vinna á því sviði sem námið
menntaði þau til. Enginn sem var að vinna
á vernduðum vinnustað eða hæfingarstöð