Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 136
Hrefna Guómundsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir
11. tafla. Stundarþú eitthvað af eftirtöldu?
Stundaröu nokkrum sinnum í mánuöi eöa oftar Eingöngu islenska töluö á heimili íslenska og annað móöurmál talaö á heimili Eingöngu annaö móöurmál en íslenska talað á heimili
Félagsmiðstöö 26,7% 22,5% 17,4%
Dans 19,4% 19,8% 20,2%
Hestamennsku 11,6% 12,4% 4,8%
Skák 6,4% 8,4% 7,7%
sem annað móðurmál er talað en íslenska,
34,2% barna frá heimilum þar sem íslenska
auk annars móðurmáls er töluð og 36,7%
barna frá heimilum þar sem íslenska er
eina tungumálið. Munurinn á þátttöku
hópanna er 15% og hallar á börn frá heim-
ilum þar sem eingöngu er talað annað
móðurmál en íslenska.
Þrítttaka barna í starfi félagsmiðstöðva,
dansi, skrík og hestamennsku: í svörum um
þátttöku barna í starfi félagsmiðstöðva,
dansi, skák og hestamennsku kemur ýmis-
legt áhugavert í ljós. Niðurstöðurnar eru
birtar í 11. töflu.
Um fimmtungur barnanna í könnuninni
sækir félagsmiðstöð að staðaldri, en ívið
færri börn frá heimilum þar sem eingöngu
annað móðurmál en íslenska er talað sækja
þær. 17,4% barna frá heimilum þar sem
eingöngu annað móðurmál en íslenska
er talað sækja félagsmiðstöð nokkrum
sinnum í mánuði eða oftar, 22,5% barna
frá heimilum þar sem fslenska er töluð
auk annars móðurmáls og 26,7% barna frá
heimilum þar sem eingöngu íslenska er
töluð. Börn stunda dans óháð tungumáli
töluðu heima, þ.e. hóparnir þrír stunda
dans álíka oft. Að stunda dans nokkrum
sinnum í mánuði eða oftar á við um 20,2%
barna frá heimilum þar sem eingöngu
annað móðurmál en íslenska er talað,
19,8% barna frá heimilum þar sem íslenska
auk annars móðurmáls er töluð og 19,4%
barna frá heimilum þar sem eingöngu ís-
lenska er töluð. Börn frá heimilum þar sem
eingöngu annað móðurmál en íslenska er
talað segjast hins vegar frekar stunda skák
en börn frá heimilum þar sem eingöngu ís-
lenska er töluð. 7,7% barna frá heimilum
þar sem eingöngu annað móðurmál en ís-
lenska er talað segjast þannig stunda skák,
8,4% barna frá heimilum þar sem íslenska
er töluð auk annars móðurmáls og 6,4%
barna frá heimilum þar sem íslenska er
töluð.
Ástundun hestamennsku á við um 4,8%
bama frá heimilum þar sem eingöngu
annað móðurmál en íslenska er talað,
12,4% barna frá heimilum þar sem íslenska
er töluð auk annars móðurmáls og 11,6%
barna frá heimilum þar sem eingöngu ís-
lenska er töluð. Þarna hallar mikið á þátt-
töku barna frá heimilum þar sem eingöngu
annað móðurmál en íslenska er talað eða
rúmlega tvöfalt hlutfallslega.
Niðurstöðurnar sýna að dans og skák
ná næstum jafnt til allra barna, ekki hallar
á börn frá heimilum þar sem eingöngu
annað móðurmál en íslenska er talað við
þátttöku í þeirri iðju nema síður sé. Skýr-
134