Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 15

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 15
Könnunarpróf nýnema í stæröfræði viö Háskóla íslands þarf að vera (bls. 725). Með félagsmenn- ingarlegum þáttum er átt við það náms- umhverfi sem nýir nemendur í háskólum mæta, þ.e. afar stórir og oft ópersónulegir nemendahópar. Kennslufræðilegu við- brigðin eru að nemendum mæta kenn- arar sem eru sérfræðingar í stærðfræði en þekkja lítið til kennslufræða. Þó að nem- endur séu margir hverjir sáttir við þessi umskipti (Hernandez-Martinez, Williams, Black, Pampaka og Wake, 2011) er ljóst að áskoranirnar við að hefja háskólanám eru margar og gera kröfur um sérstakar náms- venjur og hugsun sem nemendur hafa ef til vill ekki þroskað með sér á fyrri náms- stigum (Rach og Heinze, 2011). Hérlendis er lítið vitað um kennsluhætti í stærðfræði og hafa rannsóknir fræðimanna fyrst og fremst beinst að grunnskólum. Þar virð- ist megináhersla í stærðfræðikennslu á unglingastigi lögð á námsbókarkennslu og einstaklingsvinnu nemenda (Guðbjörg Pálsdóttir og Ólöf Björg Steinþórsdóttir, 2011; Savola, 2008). Lítið sem ekkert er til af rannsóknum á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum en nýleg rannsókn Gerðar G. Óskarsdóttur (2012) á skilum milli skólastiga sýndi að á fyrsta ári fram- haldsskóla einkennast kennsluhættir mjög af einstefnumiðlun og lítilli áherslu á sam- vinnu og frumkvæði nemenda. Niðurstöð- ur Gerðar ná til kennslustarfs almennt en ekki sérstaklega til stærðfræðikennslu og taka aðeins til fyrsta námsárs í framhalds- skóla. Fræðimenn svo og stjórnendur háskóla hafa velt fyrir sér ýmsum leiðum til að takast á við ofangreindan vanda (Haw- kes og Savage, 2000; Howson o.fl., 1995; Mustoe og Lawson, 2002; Thomas o.fl., 2012). í Hawkes og Savage (2000) er mælt með því að leggja könnunarpróf í stærð- fræði fyrir nýnema í upphafi misseris. Þetta hefur verið gert víða um heim, t.d í Kanada (Kajander og Lovric, 2005), Hol- landi (Heck og van Gastel, 2006) og írlandi (Gill, O'Donoghue, Faulkner og Hannig- an, 2010). Könnunarpróf geta gegnt mikil- vægu hlutverki við að finna nemendur sem ekki standa vel að vígi ásamt því að gefa nemendum og kennurum vísbend- ingu um hver staðan er áður en frekara nám hefst. Slíkar niðurstöður má nýta til að leita fjölbreyttra leiða til að styðja við nám nemenda sem standa höllum fæti, til að efla skilning háskólakennara á vanda nemenda og til að endurskoða kennslu- hætti í háskólum þannig að þeir taki mið af þeirri námsreynslu og námshefðum sem nemendur bera með sér úr fyrra námi. Aðferðir Könnunnrprófið Könnunarprófið var lagt fyrir nemendur í inngangsnámskeiðum í stærðfræðigrein- ingu í fyrirlestratímum í annarri kennslu- viku. Nemendur vissu ekki af prófinu fyrirfram. Alls tóku 427 nemendur prófið. Inngangsnámskeiðin í stærðfræðigrein- ingu á VoN eru fjögur: Stærðfræðigreining IA, IB, og IC ásamt Stærðfræði N. í töflu 1 má sjá á hvaða námsbrautum þessi nám- skeið eru í kjarna. Stærðfræðigreining IA er fræðilegt námskeið, IB er hugsað fyrir verkfræðinema og er í bland fræðilegt og hagnýtt. Stærðfræðigreining IC og Stærð- fræði N eru kennd saman, í þeim er aðal- áhersla á hagnýtta stærðfræðigreiningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.