Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 165
Aðgengi 4-5 ára leikskólabarna að barnabókum og stafrænum miðlum á heimilum sínum
Hagnýtt gildi: Sagt er frá niðurstöðum úr spurningakönnun um notkun barnaefnis á
heimilum reykvískra leikskólabarna en niðurstöðurnar geta gagnast leikskólakennurum til að
auka samfellu í námi leikskólabarna og styrkja foreldrasamstarf. Niðurstöðurnar varpa Ijósi á
fjölbreytt aðgengi leikskólabarna að barnaefni og mat foreldra á mikilvægi þess fyrir menntun
barna þeirra. í Ijós kom að börnin eyða lengri tíma í að horfa á sjónvarp og mynddiska en að
hluta á upplestur og leika sér í töivum.
Bamaefni er talið gegna miðlægu hlut-
verki í menntun ungra barna og sígildar
barnabókmenntir, þjóðsögur, afþreying-
arefni í myndmiðlum og tölvuleikir eru
sagðar hluti af menningu vestrænna þjóða
(Marsh, 2006). Leikskólakennarar telja
barnabækur og afþreyingarefni fyrir börn
skapa þeim tilefni til samræðna um menn
og málefni (Þórdfs Þórðardóttir, 2012b) og
þekking leikskólakennara á notkun þess á
heimilum auðveldar þeim að skapa sam-
fellu í námi barna (Dewey, 2000).
Ymsir fræðimenn telja grunninn að
smekk barna á bókmenntum og afþreying-
arefni lagðan á heimilum þeirra (Bourdieu,
1997, 1984, 1993; Brooker, 2002; Marsh,
2006). I ljósi þess hve barnaefni er talið
mikilvægt fyrir menntun ungra barna og
vegna þess hve því er rniðlað með marg-
víslegum hætti er þörf á að kennarar og
aðrir sem koma að menntun ungra barna
hafi aðgang að upplýsingum um hvernig
það er notað á heimilum. Börn nota barna-
efni á fjölbreyttan hátt en umgengni við
barnabækur og aðra miðla barnaefnis er
meðal annars talin vera undanfari menn-
ingarlæsis leikskólabarna sem felst í að
búa yfir þekkingu á barnaefni sem gagnast
til virkrar þátttöku í leikskólum (Þórdís
Þórðardóttir, 2012b). Sú skilgreining er
byggð á skilgreiningu McLaren (1988) um
að menningarlæsi feli í sér þekkingu á
sögu og bókmenntum sem gagnist til þátt-
töku í lýðræðissamfélagi.
Læsi leikskólabarna er skoðað út frá
öðru sjónarhorni en grunnskólabarna með-
al annars vegna þess fá 4-5 ára leikskóla-
börn hafa öðlast færni í að tengja bókstafi
við orð- og setningamyndun. Hins vegar
nota þau texta úr barnabókum og mynd-
miðlum til þess að gefa raunverulegum
upplifunum merkingu (Þórdís Þórðardótt-
ir, 2007, 2012a, 2012b; Þórdís Þórðardóttir
og Guðný Guðbjörnsdóttir 2008a, 2008b).
Læsi leikskólabarna felur í sér merkingar-
sköpun sem samkvæmt Stefáni Jökulssyni
(2012) flokkast undir læsi í víðum skiln-
ingi. Merkingarsköpun leikskólabarna á
sér meðal annars stað þegar þau hlusta
á barnabækur lesnar upphátt og horfa á
myndefni fyrir ung börn en inntak barna-
efnis reynist þeim uppspretta samræðna
við jafningja, kennara og aðra fullorðna
ásamt því að vera þeim efniviður í frjálsum
leik (Þórdís Þórðardóttir, 2012a, 2012b).
Rannsóknin sem hér er greint frá er til-
raun til að varpa ljósi á magn og miðlun
barnaefnis á heimilum ungra barna í því
skyni að auka skilning á mikilvægi þess
sem uppsprettu þekkingar ungra barna
á sínu nánasta umhverfi, samskiptum og
tengslum fólks. Linsunni er beint að notk-
un heimila leikskólabarna á barnaefni með
hliðsjón af því hvernig hún getur undir-