Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 32
Börkur Hansen og Steinunn Helga Lárusdóttir
Nútíma hugmyndir og kenningar um
skólastjórnun beina kastljósinu mjög að
sýn skólastjóra á hlutverk sitt, tengslum
skólastjóra við samstarfsfólk og kennslu-
fræðilegri forystu í skólunum. Litið er svo
á að stjórnun sé samstarfsverkefni skóla-
stjórnenda og kennara þar sem formlegir
stjórnendur eru í gagnvirkum tengslum
við kennara við að leiða skólastarfið með
það fyrir augum að breyta og bæta (Hoy
og Miskel, 2008; Sergiovanni, 2009; Wool-
folk-Hoy og Hoy, 2009). Stjórnunarhætti af
þessu tagi er aðeins hægt að ástunda með
því að virkja starfsfólk til samstarfs um
málefni viðkomandi stofnana.
Sérstaða skóla sem stofnana er einkum
sú að þar er starfsfólk að vinna með lifandi
einstaklinga fremur en dauða hluti og nám
og velferð nemenda er meginviðfangsefni.
Tengsl stjórnenda við starfsfólk jafnt sem
nemendur skipta því miklu máli. Þetta á
ekki síst við þegar ætlunin er að stuðla að
breytingum og þróa viðkomandi starfsemi
þannig að hún geti komið sem best til móts
við þarfir nemenda (Fullan, 2003, 2007).
En að hvaða viðfangsefnum á forysta
stjórnenda og kennara að beinast? Ser-
giovanni (2009) undirstrikar að það sem
mestu máli skipti sé að veita forystu á sviði
náms og kennslu, að vera leiðandi um
framþróun í kennsluháttum til að koma
betur til móts við nemendur og stuðla að
bættum árangri þeirra. Þessar áherslur eru
studdar rannsóknum sem sýna að sterkir
kennslufræðilegir leiðtogar hafa áhrif á
námsárangur (Hallinger, 2009; Hallinger,
2011; Leithwood, Harris og Hopkins,
2008; Leithwood og Mascall, 2008; Lo-
uis, Leithwood, Wahlstrom og Anderson,
2010).
í þessari grein segir frá rannsókn á
kennslufræðilegri forystu íslenskra skóla-
stjóra. Meginmarkmið rannsóknarinnar
var að svara eftirfarandi spurningu: Hvaða
augum lita skólastjórar hlutverk sitt sem
kennslufræðilegir leiðtogar?
Fræðilegur bakgrunnur
Kennslufræðileg forysta (e. instructional
leadership) birtist meðal annars í því að
stjórnandinn leggur áherslu á að skapa
umhverfi sem stuðlar að þróun kennslu-
hátta sem líklegir eru til að bæta námsár-
angur. í slíku umhverfi vinna leiðtoginn og
kennarar sífellt og með markvissum hætti
saman að því að athuga kennsluhætti í
því augnamiði að bæta þá (Honig, 2012;
Fullan, 2003). Slíkur leiðtogi leitast einnig
sífellt við að útvega besta námsefnið, nýta
tækninýjungar og læra af reynslu annarra
(Glickman, Gordon og Ross-Gordon, 2010;
Quinn, 2002). Segja má að slíkur leiðtogi
starfi faglega en fagleg vinnubrögð byggj-
ast meðal annars á því að grundvalla
starfshætti á traustri fræðilegri þekkingu
og viðhorfum og hafa þarfir skjólstæðinga
í fyrirrúmi (Darling Hammond, 1990;
Trausti Þorsteinsson, 2003).
Öflun upplýsinga um kennsluhætti er
talin mikilvæg fyrir framþróun þeirra. Án
slikra upplýsinga er erfitt að vera í for-
ystu og veita ráðgjöf um kennslufræðileg
málefni í þeim anda sem framangreindir
fræðimenn leggja áherslu á. TALIS-rann-
sóknin (Teaching and Learning Inter-
national Survey) á vegum OECD í 24
löndum, þar með talið á íslandi, dregur m.
a. upp mynd af starfsháttum skólastjóra
og kennara. í henni kemur fram að all-
30