Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 87
Ritrýnd grein
Tímarit um menntarannsóknir /
Journal of Educational Research (lceland) 10, 2013, 85-103
Atvinnuþátttaka fólks með
þroskahömlun sem lokið hefur
starfstengdu diplómunámi
frá Háskóla Islands
Guðrún V. Stefánsdóttir1
Hnskóli íslands
Þáttaskil urðu í menntunarsögu fólks með þroskahömlun haustið 2007 þegar Kennarahá-
skóli íslands, nú Menntavísindasvið Háskóla íslands, bauð í fyrsta sinn upp á starfstengt
diplómunám fyrir fólk með þroskahömlun. I greininni er sjónum beint að atvinnuþátt-
töku þeirra sem lokið hafa náminu en tveir hópar hafa þegar útskrifast, alls 39 nemendur.
Meginmarkmið diplómunámsins er annars vegar að undirbúa nemendur fyrir afmörkuð
störf í leikskólum, á sviði tómstunda, á bókasöfnum og á vettvangi fatlaðs fólks. Hins
vegar að gera nemendum kleift að stunda nám án aðgreiningar í háskóla í því skyni að
greiða fyrir fullgildri þátttöku þeirra í samfélaginu. í rannsókninni var skoðað hvernig
nemendum hefur vegnað á vinnumarkaði eftir að námi lauk og með hvaða hætti námið
hefur nýst þeim. Þá var athugað hvernig þeir upplifa að staðið hafi verið að stuðningi
við þá á vinnustöðum og hvernig félagslegri þátttöku þeirra var háttað. Gagna var aflað
með símaviðtölum, rýnihópaviðtölum og einstaklingsviðtölum. í niðurstöðum rann-
sóknarinnar kemur fram að um 70% af útskrifuðum diplómunemum starfa á almennum
vinnumarkaði, þar af rúmur helmingur í atvinnu sem tengist beint námi þeirra. Þá benda
niðurstöður til þess að námið hafi aukið nemendum sjálfstraust og sjálfsvirðingu og að
starfsnám á námstímanum hafi gegnt veigamiklu hlutverki í að undirbúa nemendur fyrir
atvinnuþátttöku. Jákvæður stuðningur samstarfsfólks hafði mikil áhrif á gengi þeirra
og félagslega þátttöku á vinnustað. Þá kom einnig fram að rúm 20% útskrifaðra dip-
lómunema starfa á vernduðum vinnustöðum þó að eitt af meginmarkmiðum námsins
sé að stuðla að fullri þátttöku í samfélaginu. Ut frá niðurstöðum rannsóknarinnar má
álykta að gera þurfi úrbætur í atvinnumálum þessa hóps, auka fjölbreytni í störfum og
efla stuðning. Þá má Iíka benda á mikilvægi þess að efla samstarf milli Háskóla íslands
og vinnumarkaðarins og stuðla með því að markvissari undirbúningi í framtíðinni fyrir
atvinnuþátttöku fólks með þroskahömlun sem stundar diplómunám.
Efnisorð: Atvinnuþátttaka, tótk með þroskahömlun, starfstengt diplómunám.
'Tveir meistaranemar á Menntavisindasviði, þær Ágústa R. Bjömsdóttir og Helena Gunnarsdóttir, unnu að þessu verk-
efni sumarið 2012 með styrkjum frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Hlutverk höfundar þessarar greinar var að undirbúa
rannsóknina og leiðbeina nemendum en þeir sáu um símaviðtöl og rýniltópaviðtöl og unnu skýrslu fyrir Nýsköpunar-
sJóð. Hér er einnig byggt á sex einstaklingsviðtölum sem höfundur tók Itaustið 2012. Hans hlutverk fólst einnig í að
aðstoða við skýrsluskrifin og skrifa þessa grein.