Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 87

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 87
Ritrýnd grein Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (lceland) 10, 2013, 85-103 Atvinnuþátttaka fólks með þroskahömlun sem lokið hefur starfstengdu diplómunámi frá Háskóla Islands Guðrún V. Stefánsdóttir1 Hnskóli íslands Þáttaskil urðu í menntunarsögu fólks með þroskahömlun haustið 2007 þegar Kennarahá- skóli íslands, nú Menntavísindasvið Háskóla íslands, bauð í fyrsta sinn upp á starfstengt diplómunám fyrir fólk með þroskahömlun. I greininni er sjónum beint að atvinnuþátt- töku þeirra sem lokið hafa náminu en tveir hópar hafa þegar útskrifast, alls 39 nemendur. Meginmarkmið diplómunámsins er annars vegar að undirbúa nemendur fyrir afmörkuð störf í leikskólum, á sviði tómstunda, á bókasöfnum og á vettvangi fatlaðs fólks. Hins vegar að gera nemendum kleift að stunda nám án aðgreiningar í háskóla í því skyni að greiða fyrir fullgildri þátttöku þeirra í samfélaginu. í rannsókninni var skoðað hvernig nemendum hefur vegnað á vinnumarkaði eftir að námi lauk og með hvaða hætti námið hefur nýst þeim. Þá var athugað hvernig þeir upplifa að staðið hafi verið að stuðningi við þá á vinnustöðum og hvernig félagslegri þátttöku þeirra var háttað. Gagna var aflað með símaviðtölum, rýnihópaviðtölum og einstaklingsviðtölum. í niðurstöðum rann- sóknarinnar kemur fram að um 70% af útskrifuðum diplómunemum starfa á almennum vinnumarkaði, þar af rúmur helmingur í atvinnu sem tengist beint námi þeirra. Þá benda niðurstöður til þess að námið hafi aukið nemendum sjálfstraust og sjálfsvirðingu og að starfsnám á námstímanum hafi gegnt veigamiklu hlutverki í að undirbúa nemendur fyrir atvinnuþátttöku. Jákvæður stuðningur samstarfsfólks hafði mikil áhrif á gengi þeirra og félagslega þátttöku á vinnustað. Þá kom einnig fram að rúm 20% útskrifaðra dip- lómunema starfa á vernduðum vinnustöðum þó að eitt af meginmarkmiðum námsins sé að stuðla að fullri þátttöku í samfélaginu. Ut frá niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að gera þurfi úrbætur í atvinnumálum þessa hóps, auka fjölbreytni í störfum og efla stuðning. Þá má Iíka benda á mikilvægi þess að efla samstarf milli Háskóla íslands og vinnumarkaðarins og stuðla með því að markvissari undirbúningi í framtíðinni fyrir atvinnuþátttöku fólks með þroskahömlun sem stundar diplómunám. Efnisorð: Atvinnuþátttaka, tótk með þroskahömlun, starfstengt diplómunám. 'Tveir meistaranemar á Menntavisindasviði, þær Ágústa R. Bjömsdóttir og Helena Gunnarsdóttir, unnu að þessu verk- efni sumarið 2012 með styrkjum frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Hlutverk höfundar þessarar greinar var að undirbúa rannsóknina og leiðbeina nemendum en þeir sáu um símaviðtöl og rýniltópaviðtöl og unnu skýrslu fyrir Nýsköpunar- sJóð. Hér er einnig byggt á sex einstaklingsviðtölum sem höfundur tók Itaustið 2012. Hans hlutverk fólst einnig í að aðstoða við skýrsluskrifin og skrifa þessa grein.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.