Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 126

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 126
Hrefna Guðmundsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir Fjölmargar rannsóknir undanfarin ár hafa leitt í ljós veika félagslega stöðu inn- flytjendabarna eða barna sem tala annað móðurmál en meirihlutamál viðkomandi samfélags (Brookei; 2002; Hernandez, 2004; Horst og Gitz-Johansen, 2010; Nieto, 2010; Ogbu, 2003; Valdés, 1996). Skýringa hefur m.a. verið leitað í því að menntakerfi geri ekki ráð fyrir fjölbreytt- um nemendahópum hvað uppruna og tungumál varðar, börnin skorti kunnáttu í meirihlutamáli viðkomandi samfélags og menning og hefðir heimila og skóla séu ólíkar, svo nokkuð sé nefnt. Niðurstöður rannsókna um tómstundastarf barna úr minnihlutahópum benda til þess að veik staða barnanna eigi sér að hluta til sömu skýringar (Palen o.fl., 2010; Peguero, 2011; Stodolska, 2000). Markmið þessarar greinar er að fjalla um líðan og félagsleg tengsl nemenda með annað móðurmál en íslensku í 5.-7. bekk grunnskóla á íslandi og þátttöku þeirra í frístundastarfi út frá niðurstöðum sérstakrar úrvinnslu gagna úr könnun Rannsóknar og greiningar. Æsku- lýðsrannsóknirnar Ungt fólk (Rannsóknir og greining, 2012) eru spurningakann- anir sem unnar hafa verið reglulega meðal nemenda í grunnskólum og hafa veitt mikilvæga innsýn í ýmsa þætti daglegs lífs barna og unglinga. Spurningakönn- unin sem greinin byggist á var lögð fyrir alla nemendur í 5.-7. bekk grunnskóla á ís- landi í febrúar 2011. Greinin byggist á sér- stakri úrvinnslu gagna út frá móðurmáli nemenda. Svör barnanna eru borin saman eftir tungumáli töluðu heima, annars veg- ar: a) eingöngu íslenska er töluð heima, b) íslenska auk annars móðurmáls er töluð heima og c) eingöngu annað móðurmál en íslenska er talað heima. Niðurstöður eru ræddar í fræðilegu samhengi. Fræðilegur bakgrunnur: Mikilvægi tómstundastarfs fyrir innflytjendabörn Ýmsir fræðimenn hafa fjallað um mál- efni innflytjendabarna og barna sem hafa annað móðurmál en meirihlutamál samfélaga og benda niðurstöður margra rannsókna til þess að þessi börn standi höllum fæti félagslega og eigi erfitt upp- dráttar í skólum (Brooker, 2002; Hernan- dez, 2004; Nieto, 2010; Ogbu, 2003; Valdés, 1996). Margar ástæður hafa verið nefndar fyrir veikri stöðu barnanna, svo sem að menntakerfi og menntastefna geri ekki ráð fyrir fjölbreyttum nemendahópum og þar af leiðandi sé skortur á þekkingu á málefn- um þeirra í skólum, börnin skorti kunn- áttu í meirihlutamáli samfélagsins, menn- ingarauður og gildi heimila og skóla séu ólík, viðhorf til menntunar, skólagöngu og félagsstarfs séu ólík og að hlutverk og ábyrgð barna í fjölskyldum séu mismun- andi (Brooker, 2002; Hanna Ragnarsdóttir, 2007; Horst og Gitz-Johansen, 2010; Nieto, 2010; Ogbu, 2003; Valdés, 1996). Ein leið til að bæta félagslega stöðu innflytjenda- barna og vinna gegn einangrun þeirra í skólum og samfélagi gæti verið þátttaka þeirra í tómstundastarfi. Rannsóknir á þátttöku barna i tómstundastarfi Rannsóknir hafa sýnt að tómstundastarf getur styrkt félagslega stöðu barna, verið vettvangur fyrir myndun vinatengsla og frjáls leiks (Kolbrún Þ. Pálsdóttir, 2012), en mikilvægt er þó að tómstundastarfið sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.