Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Qupperneq 126
Hrefna Guðmundsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir
Fjölmargar rannsóknir undanfarin ár
hafa leitt í ljós veika félagslega stöðu inn-
flytjendabarna eða barna sem tala annað
móðurmál en meirihlutamál viðkomandi
samfélags (Brookei; 2002; Hernandez,
2004; Horst og Gitz-Johansen, 2010;
Nieto, 2010; Ogbu, 2003; Valdés, 1996).
Skýringa hefur m.a. verið leitað í því að
menntakerfi geri ekki ráð fyrir fjölbreytt-
um nemendahópum hvað uppruna og
tungumál varðar, börnin skorti kunnáttu
í meirihlutamáli viðkomandi samfélags
og menning og hefðir heimila og skóla séu
ólíkar, svo nokkuð sé nefnt. Niðurstöður
rannsókna um tómstundastarf barna úr
minnihlutahópum benda til þess að veik
staða barnanna eigi sér að hluta til sömu
skýringar (Palen o.fl., 2010; Peguero,
2011; Stodolska, 2000). Markmið þessarar
greinar er að fjalla um líðan og félagsleg
tengsl nemenda með annað móðurmál en
íslensku í 5.-7. bekk grunnskóla á íslandi
og þátttöku þeirra í frístundastarfi út frá
niðurstöðum sérstakrar úrvinnslu gagna
úr könnun Rannsóknar og greiningar. Æsku-
lýðsrannsóknirnar Ungt fólk (Rannsóknir
og greining, 2012) eru spurningakann-
anir sem unnar hafa verið reglulega meðal
nemenda í grunnskólum og hafa veitt
mikilvæga innsýn í ýmsa þætti daglegs
lífs barna og unglinga. Spurningakönn-
unin sem greinin byggist á var lögð fyrir
alla nemendur í 5.-7. bekk grunnskóla á ís-
landi í febrúar 2011. Greinin byggist á sér-
stakri úrvinnslu gagna út frá móðurmáli
nemenda. Svör barnanna eru borin saman
eftir tungumáli töluðu heima, annars veg-
ar: a) eingöngu íslenska er töluð heima, b)
íslenska auk annars móðurmáls er töluð
heima og c) eingöngu annað móðurmál en
íslenska er talað heima. Niðurstöður eru
ræddar í fræðilegu samhengi.
Fræðilegur bakgrunnur: Mikilvægi
tómstundastarfs fyrir innflytjendabörn
Ýmsir fræðimenn hafa fjallað um mál-
efni innflytjendabarna og barna sem
hafa annað móðurmál en meirihlutamál
samfélaga og benda niðurstöður margra
rannsókna til þess að þessi börn standi
höllum fæti félagslega og eigi erfitt upp-
dráttar í skólum (Brooker, 2002; Hernan-
dez, 2004; Nieto, 2010; Ogbu, 2003; Valdés,
1996). Margar ástæður hafa verið nefndar
fyrir veikri stöðu barnanna, svo sem að
menntakerfi og menntastefna geri ekki ráð
fyrir fjölbreyttum nemendahópum og þar
af leiðandi sé skortur á þekkingu á málefn-
um þeirra í skólum, börnin skorti kunn-
áttu í meirihlutamáli samfélagsins, menn-
ingarauður og gildi heimila og skóla séu
ólík, viðhorf til menntunar, skólagöngu
og félagsstarfs séu ólík og að hlutverk og
ábyrgð barna í fjölskyldum séu mismun-
andi (Brooker, 2002; Hanna Ragnarsdóttir,
2007; Horst og Gitz-Johansen, 2010; Nieto,
2010; Ogbu, 2003; Valdés, 1996). Ein leið
til að bæta félagslega stöðu innflytjenda-
barna og vinna gegn einangrun þeirra í
skólum og samfélagi gæti verið þátttaka
þeirra í tómstundastarfi.
Rannsóknir á þátttöku
barna i tómstundastarfi
Rannsóknir hafa sýnt að tómstundastarf
getur styrkt félagslega stöðu barna, verið
vettvangur fyrir myndun vinatengsla og
frjáls leiks (Kolbrún Þ. Pálsdóttir, 2012),
en mikilvægt er þó að tómstundastarfið sé