Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 51

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 51
Brotthvarf og endurkoma fullorðinna í nám á framhaldsskólastigi legu máli að framhaldsskólar eru mjög opnir. Einnig er eðlilegt að spyrja hvort framhaldsskólar hafi átt erfitt með að ná til stórs hluta nemenda; þeir hafi þurft að afla sér þroska á öðrum vettvangi til þess að verða tilbúnir að ljúka framhaldsskóla- námi. Það er skynsamlegt að leita skýringa bæði í þáttum sem hrinda fólki úr skóla og í þáttum sem draga það úr skóla. En séraðstæður geta tæplega verið fullnaðar- skýring. Um allan heim hefur vegferð ungs fólks til fullorðinsára gerbreyst; í okkar heims- hluta einkennast breytingarnar af því að vegferðin hefur lengst og að ekki eru jafn aðskildar brautir milli samfélagsstétta og áður. Nám langt fram á þrítugsaldur er ekki lengur forréttindi fárra, meðalaldur við fjölskyldustofnun og fyrstu barneign hefur hækkað og fáir ímynda sér nú að það starf sem þeir hefja á þrítugsaldri verði ævistarf. Á vegferðinni bjóðast alls konar tækifæri en hún er jafnframt rík af óvissu (Furlong o.fl., 2003). Samanburðarrannsóknir sem náðu til tiu vesturevrópskra landa um og eftir aldamót sýndu að æ fleira ungt fólk fór fram og aftur milli skóla, vinnu, ferðalaga, hjúskapar og einlífis frá táningsaldri og (stundum Iangt) fram á fertugsaldur, og kölluðu rannsakendur þetta „jójó-vegferð- ina" (López Blasco o.fl. (ritstj.), 2003; Walt- her, 2006; Leccardi og Ruspini, 2006). Ungt fólk sem fer þennan veg lítur lífssögu sína öðrum augum en algengast var meðal fyrri kynslóða. Hún er ekki lengur lífssaga við- miða, þar sem samfélagið setur ákveðinn ramma um að gera hlutina „í réttri röð" ~ aó mennta sig, stofna fjölskyldu, „koma ser fyrir", eignast börn o.s.frv. Vissulega var eitt viðmiðið að ungmenni ættu rétt á ákveðnum tímabilum þar sem kröfiir fjölskyldu og samfélags voru að verulegu leyti settar til hliðar (sjá Erikson, 1968) og unga fólkið gat hvílt sig frá námi, farið í ferðalög, karlmenn gátu frekar en konur lifað piparsveinalífi í nokkur ár o.s.frv. Á áttunda áratug 20. aldar voru slíkar frí- mínútur frá skólagöngu og markvissri atvinnuþátttöku orðnar eign ungmenna í flestum samfélagshópum á Vesturlöndum og þýski rannsakandinn Thomas Ziehe rakti þær til þess að menningarlegar við- miðanir væru ekki lengur sjálfsagðar heldur yrðu ungmenni að leggja í menn- ingarlega leit sem einstaklingar og hópar (Ziehe og Stubenrauch, 1981). í hugtakinu jójó-vegferð felst síðan að leitin sé í senn menningarleg og félagsleg og eigi sér stað á flestum Kfssviðum unga fólksins um talsvert skeið og oft fleiri en eitt skeið. Unga fólkið í jójó-vegferðinni sér ekki eigin lífssögu í ljósi ytri viðmiða eða lífs- skilyrða heldur sem afurð eigin vals. Það kýs ekki bara að taka sér hlé heldur að hoppa fram og til baka - úr vinnu í nám, úr fjölskyldu í einlífi o.s.frv. Konan sem fór í öldungadeild þegar börnin voru orðin stálpuð og varð síðar framkvæmdastjóri er ein af hetjum slíkrar lífssögu, en önnur hetja getur verið maðurinn sem dag einn slökkti á tölvunni sinni, kastaði kveðju á einkaritarann og fór út á land að stunda skógarhögg. Þetta fólk hefur valið og stað- ið við val sitt. Lífssögur vals hafa skv. rannsóknum verið að sækja á í meira en 30 ár (Fuchs, 1984; Bois-Reymond, 1998; Vinken, 2007). Ulrich Beck hefur breikkað sjónarhornið í kenningum sínum um einstaklingsvæð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.