Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 51
Brotthvarf og endurkoma fullorðinna í nám á framhaldsskólastigi
legu máli að framhaldsskólar eru mjög
opnir. Einnig er eðlilegt að spyrja hvort
framhaldsskólar hafi átt erfitt með að ná
til stórs hluta nemenda; þeir hafi þurft að
afla sér þroska á öðrum vettvangi til þess
að verða tilbúnir að ljúka framhaldsskóla-
námi. Það er skynsamlegt að leita skýringa
bæði í þáttum sem hrinda fólki úr skóla
og í þáttum sem draga það úr skóla. En
séraðstæður geta tæplega verið fullnaðar-
skýring.
Um allan heim hefur vegferð ungs fólks
til fullorðinsára gerbreyst; í okkar heims-
hluta einkennast breytingarnar af því að
vegferðin hefur lengst og að ekki eru jafn
aðskildar brautir milli samfélagsstétta og
áður. Nám langt fram á þrítugsaldur er
ekki lengur forréttindi fárra, meðalaldur
við fjölskyldustofnun og fyrstu barneign
hefur hækkað og fáir ímynda sér nú að
það starf sem þeir hefja á þrítugsaldri
verði ævistarf. Á vegferðinni bjóðast alls
konar tækifæri en hún er jafnframt rík af
óvissu (Furlong o.fl., 2003).
Samanburðarrannsóknir sem náðu til
tiu vesturevrópskra landa um og eftir
aldamót sýndu að æ fleira ungt fólk fór
fram og aftur milli skóla, vinnu, ferðalaga,
hjúskapar og einlífis frá táningsaldri og
(stundum Iangt) fram á fertugsaldur, og
kölluðu rannsakendur þetta „jójó-vegferð-
ina" (López Blasco o.fl. (ritstj.), 2003; Walt-
her, 2006; Leccardi og Ruspini, 2006). Ungt
fólk sem fer þennan veg lítur lífssögu sína
öðrum augum en algengast var meðal fyrri
kynslóða. Hún er ekki lengur lífssaga við-
miða, þar sem samfélagið setur ákveðinn
ramma um að gera hlutina „í réttri röð"
~ aó mennta sig, stofna fjölskyldu, „koma
ser fyrir", eignast börn o.s.frv. Vissulega
var eitt viðmiðið að ungmenni ættu rétt
á ákveðnum tímabilum þar sem kröfiir
fjölskyldu og samfélags voru að verulegu
leyti settar til hliðar (sjá Erikson, 1968) og
unga fólkið gat hvílt sig frá námi, farið í
ferðalög, karlmenn gátu frekar en konur
lifað piparsveinalífi í nokkur ár o.s.frv. Á
áttunda áratug 20. aldar voru slíkar frí-
mínútur frá skólagöngu og markvissri
atvinnuþátttöku orðnar eign ungmenna í
flestum samfélagshópum á Vesturlöndum
og þýski rannsakandinn Thomas Ziehe
rakti þær til þess að menningarlegar við-
miðanir væru ekki lengur sjálfsagðar
heldur yrðu ungmenni að leggja í menn-
ingarlega leit sem einstaklingar og hópar
(Ziehe og Stubenrauch, 1981). í hugtakinu
jójó-vegferð felst síðan að leitin sé í senn
menningarleg og félagsleg og eigi sér stað
á flestum Kfssviðum unga fólksins um
talsvert skeið og oft fleiri en eitt skeið.
Unga fólkið í jójó-vegferðinni sér ekki
eigin lífssögu í ljósi ytri viðmiða eða lífs-
skilyrða heldur sem afurð eigin vals. Það
kýs ekki bara að taka sér hlé heldur að
hoppa fram og til baka - úr vinnu í nám,
úr fjölskyldu í einlífi o.s.frv. Konan sem fór
í öldungadeild þegar börnin voru orðin
stálpuð og varð síðar framkvæmdastjóri
er ein af hetjum slíkrar lífssögu, en önnur
hetja getur verið maðurinn sem dag einn
slökkti á tölvunni sinni, kastaði kveðju á
einkaritarann og fór út á land að stunda
skógarhögg. Þetta fólk hefur valið og stað-
ið við val sitt.
Lífssögur vals hafa skv. rannsóknum
verið að sækja á í meira en 30 ár (Fuchs,
1984; Bois-Reymond, 1998; Vinken, 2007).
Ulrich Beck hefur breikkað sjónarhornið
í kenningum sínum um einstaklingsvæð-